ég og LS fórum í bíltúr í fyrradag.. enduðum á því að keyra í gegnum Grindavík og út í Krýsuvík. Gaman að breyta til og fara í svona bíltúr út fyrir bæjarmörkin.. sérstaklega þar sem við náum svo litlum tíma saman bara tvö ein þegar hann er í fríi, þarf að deila sér sem er oft erfitt…
Allavegana við stoppuðum við Selatanga, Krýsjuvíkurkirkju, hverasvæðið í Krýsjuvíkinni og svo aðeins við Kleifarvatn þar sem við náðum í laumufarþega!!! jújú LS stóðst ekki mátið að kíkja inn í gamlan vatnamælingatækisgeymsluskúr (eða e-ð þannig) og þar laumaðist með honum inn í bílinn 1 stk könguló 🙂 bara fyndið þegar ég tók eftir þessu.. segji bara sem betur fer er ég engin svaðaleg pempía *haha*
*hah* hérna er líka laumufarþegi 🙂
Allavegana fyrir hvern þann sem hefur áhuga þá eru myndirnar geymdar hérna