stundum hallast ég að því að á þessum tæpu 6 árum sem ég hef unnið hérna sé ég búin að stútfylla minn skammt af umgengni við skapstirt, félagslegafatlað fólk (ekki félagsfælið heldur fólk sem kann einfaldlega ekki mannasiði!). Það eru svo margir sem koma hingað inn og ætlast til þess að kraftaverk séu gerð fyrir engan pening..
Þetta fólk fyllir reyndar sennilega bara 1/4 af þeim fjölda sem kemur hingað yfir höfuð, mjög margir sem eru yndislegir einstaklingar… maður tekur bara oft meira eftir hinum enda oft á tíðum taka þeir meiri orkutoll af manni. Ætli það sé ekki málið.. að suma daga eftir að ég labba héðan út er ég svo hrikalega “orkusogin” að ég á varla orku eftir fyrir restina af deginum. Það er kannski ekki búið að vera mikið að gera heldur bara margar orkusugur sem koma yfir daginn.
æj hvað mig vantar eitthvað að komast í frí.. en ég horfi bara í það að það eru aðeins 34 vinnudagar eftir, 30 ef planið gengur upp 😉
sex ár, úff! Hef aldrei unnið á sama stað svo lengi, fæ alltaf leið og vil prufa eitthvað nýtt 🙂 Er reyndar búin að vera hér í þrjú ár og stefni á 40 í viðbót enda frábær vinnustaður og enginn dagur eins 🙂
æji tíminn líður stundum bara…
er eiginlega bara nýbúin að átta mig á því að það séu tæp 6 ár síðan ég byrjaði að vinna hérna… fæ líka oft að heyra það að staðurinn gengi ekki án mín *heh*
einnig hafa margir af “fastakúnnunum” spurt mig hvort staðurinn fari ekki bara í rúst þegar ég hætti.
Ég er búin að vera að vinna síðan ég var 16 ára (fyrir utan unglingavinnuna) og á þessum 10 árum er ég búin að vinna í:
Allrabest – sjoppa ’96 – ’98 (aukavinna m skóla + sumar)
Heimilishjálp fyrir aldraða – sumarvinna ’99
Cafe Prestó – 1 mán ’00 (reddingar/aukavinna)
Gerpla -videoleiga ’01 – ’02 (aukavinna)
núverandi vinnustaður ’99 – ’05
ekki margir vinnustaðir það
og þónokkrir á sama tíma 🙄
Ég er með mjög fyndið 3ja ára mynstur í störfum…3 ár í vinnuskólanum, 3 ár á bensínstöð, 3 ár á Landakoti, 3 ár í Sóltúni og svo hver veit…kannski 3 ár hér í Krabbó. Og vá,orkusog er ekki gott.
nei Halldóra, orkusog er ferlega óþægilegt…