ég tók upp útsaumskassann minn fyrir helgi.. löngu kominn tími til.. 2 verkefni sem ég hef verið byrjuð á en stoppað í miðju verki.. annað þeirra er handa Brynjari Óla, skammast mín fyrir að vera ekki löngu búin með það. sem betur fer er nú ekki mikið eftir af því..
reif það upp í gær og hélt áfram með það 🙂 vona að ég klári það fljótlega.. ætla allavegana að reyna það.
Verst er að puttarnir sem ég brenndi mig á eru akkúrat þeir puttar sem ég nota til þess að þræða nálina með… var að verða vitlaus á því að ná ekki að þræða nálina í gærkveldi..
Er líka búin að vera að skoða blogg og “grúbbur” með útsaum sem aðal atriðið. er búin að skrá mig í einn ísl saumaklúbb á netinu og annan sem safnar saman ókeypis uppskriftum, setti inn 2 blogg sem ég hef verið að fylgjast aðeins með á linkalistann minn.. Litla Skvís og Fanný Rósa
Þarf svo að taka mynd af klukkustrengnum hans Brynjars til þess að eiga 🙂 (það er þessi sem ég er að klára).
Á svo einn jólalöber (dúk) sem ég keypti einhverntíma fyrir löngu en hef ekkert gert í.. tek hann með út og vonandi sauma hann fyrir jól 🙂 þarf að kaupa mér almennilegan svona “saumalampa” úti.. þ.e. gólflampa sem gefur góða birtu af sér í þetta föndur mitt 🙂
jájá ég er alger dúttlari 😉
hihihi – þetta er það nákvæmlega sem ég er búin að vera að gera – tók upp allan útsauminn sem ég á og er hálfkláraður ;o)
heh, ég fór að skoða klukkustrenginn betur.. á í rauninni ekkert svakalega mikið eftir.. aðallega afturstinginn og svo að “skrifa” inn á hann nafnið, fæðingardaginn, þyngd og lengd..
held samt að ég muni afhverju ég stakk honum niður á sínum tíma.. mig vantaði nafnið!!!
*hóst* það er að verða komið ÁR síðan hann var skírður!!!