notaleg helgi er víst líðin..
fór upp í sumarbústað til Lilju, Ómars & Brynjars Óla á föstudaginn.. þar voru þegar mætt Kolla, Lilja & krakkarnir. Ágætis hópur saman komin þarna 🙂
Ég kom eiginlega beint í mat enda hafði ég skellt í grillbrauð áður en ég lagði af stað úr bænum til þess að vera “tilbúin” með það þegar ég kom.. fór þessvegna beint í að búa til brauðin þegar ég kom máltíðin heppnaðist alveg snilldar vel og brauðið fékk mjög góðar undirtektir *jeij* bara gaman 🙂
þegar krakkarnir voru komnir í ró hófumst við “fullorðnafólkið” við að spila party og co.. þvílíka snilldin sem kemst út úr því spili þegar fólk er í stuði.. sést best á myndunum sem ég er að senda inn á netið 🙂 vá gaman 🙂
frábær STUÐNINGUR í gangi og einstaklega ÞRÝSTIN kona líka *ahaha* snilldarlegar teikningar fengu líka að líta dagsins ljós eins og mjög spes hermaður & leisergeisli (hey ég fattaði hvortveggja) og mjög skrítin rækja leit dagsins ljós undan blýantsoddinum mínum, fólk gafst upp eitt af öðru og allir komnir inn í rúm um 2 leitið (þó aðrir hafi farið fyrr).
ég fékk eitt stk RÆS rétt fyrir kl 7 í gær morgun þegar Brynjar Óli sætilíus var vaknaður.. samt var nú ekki beint hægt að segja að það hafi verið mikill hávaði í sætasta stráknum 🙂 Stuttu síðar komu krakkarnir hennar Lilju fram, 3 krakkar vakandi með sjónvarpsglápi og tilheyrandi “látum” ég rétt náði að dotta til 8:30-9 og gafst þá upp og fór fram… skreið aftur inn í rúm að lesa eftir að BÓL sofnaði og Lilja skreið inn í bólið aftur. Voðalega nice að liggja upp í rúmmi, lesa, hlusta á rigninguna og vindinn í trjánum fyrir utan gluggann *nice* (Leifur, mig langar í sumarbústað).
allir skriðu fram úr um hádegið og fékk grillmeistarinn þá það hlutverk að grilla handa okkur hammara í “þynnkumat” fyrir þá sem það átti við 🙂
sumir notuðu daginn í spjall, aðrir í spil, enn aðrir í púsl og svo pottaskvett 🙂 bara notalegt 🙂
skroppið í bæjarferð og keyptur meiri grillmatur og þeir sem vildu bættu við drykkjum með % 🙂 baaaaaaaara nice! vissi reyndar ekki að Vínbúðin í Hveragerði væri staðsett INNÍ Essóbensínstöðinni *heh*
Fljótlega eftir að við komum til baka úr búðarferðinni komu Eva & Sirrý á svæðið.. enn meira spjall tók þá við og þetta var bara nice!
Grillað var alveg heilt fjall af kjöti, kartöflum, pulsum og grillbrauði plús helling af allskonar salati, sósum og gúmmelaði.. held að ef við hefðum sett einn hlut á borðið tilviðbótar þá hefði það hrunið *Heh* segji svona.. borðið svignaði undan öllum kræsingunum *namminamm*
Partý & Co var endurtekið með tilheyrandi hlátursköstum og snilldar teikningum og leikbrögðum. þegar hluti af fólkinu var gengið til náða hélt hinn hlutinn áfram spjallinu fram eftir nóttu… með tilheyrandi hlátrasköllum og skemmtilegheitum 🙂
Í morgun var svo ræs snemma í tiltekt og já ekki eins mikil skemmtilegheit þar sem sumir þurftu að vera komnir í bæjinn um 1 leitið 🙂
Ég, Sirrý & Eva ákváðum að fara Þingvallaleiðina í bæjinn.. læt mig dreyma annsi stíft um að eignast land þessa dagana.. en ég veit að það mun gerast á endanum.. sértaklega ef ég held mig við framtíðarplönin sem eru í myndun *haha*
Takk fyrir yndislega helgi krakkar 🙂
Ég er búin að setja mínar myndir inn á mitt myndasvæði…
update
sé að Kolla er búin að setja sínar inn líka
á pottþétt eftir að velja nokkrar góðar úr myndum helgarinnar og setja inn á myndasíðu vinahópsins (fæ vonandi að sjá eitthvað af Lilju myndum líka)