ég var spurð að því um daginn hvort ég ætlaði ekki að taka föndrið mitt með út…
æj ég veit það ekki.. var alveg á því um daginn að ég ætlaði ekki að taka það með út, tja ekki nema einn jóladúk sem ég keypti fyrir lange bange og er ekki einusinni byrjuð að sauma. En ég er að snúast.. held ég láti það mæta afgangi þegar kemur að því að pakka… eða þá að ég fæ einhvern af haustgestunum til þess að koma með skrappdótið með sér 😀 það væri náttla bara sniðug hugmynd 🙂
Ég þarf reyndar að fara í gegnum myndirnar mínar… mér skilst að það sé eitthvað tilboð hjá Hans Petersen :engill: er að spá í að leyfa mér að framkalla nokkrar myndir… alltaf gaman að eiga myndir í albúmum 😉 vill stundum gleymast þegar maður er komin með þessar digital vélar… taka myndir, tæma myndavél og svo eru þær bara þar… sérstaklega þær sem ekki fara á vefinn
allavegana.. á ég eða á ég ekki að taka hluta af föndur dótinu með? væri full dýrt að ætla að kaupa eitthvað af því úti.. get auðvitað sent það bara með dhl eða e-ð *heh*
held það væri sniðugt að láta það mæta afgangi.. og láta svo haustgestina mæta með það sem verður eftir. 🙂
Hæjó.. Láttu frekar framkalla myndirnar þínar í Fotex í Danmörku. (www.fotex.
is.DK , virkar víst bara almennilega í IE). Þar kostar myndin 10 kr. danskar og gott ef það séu ekki tilboð ef þú tekur þetta í einhverju magni.Þú getur meira að segja up-loadað þeim í gegnum netið og sótt þær svo bara seinna.
Ósk, Bilka er líka með þetta sem og Fakta 😉
stundum er maður bara bráðlátur (nei ég sendi engar myndir inn í gær.. fann of margar myndir sem mig langar að framkalla :engill:)