við fórum í bíltúr í dag með tengdó, keyrðum vestur átt og vorum að vonast til þess að sleppa við rigninguna.
Fórum í gegnum Borgarnes, birgðum okkur upp af nasli og drykkjum. Héldum svo af stað aftur út úr Borgarnesi og beygðum inn Snæfellsnesafleggjarann.. ákváðum að keyra niður að Álftanesi og skoða okkur um þar. Skemmtilegt að keyra þarna um á Mýrunum þó svo að landslagið þar sé ekki mjög stórkostlegt *hóst* eiginlega bara frekar einhæft :engill:
Allavegana þá keyrðum við niður að Álftanesi og kíktum þar á kirkju sem sögð er vera á Kirkjustæði sem hefur verið til allt frá tímum Egils Skallagrímssonar… merkilegt nokk 🙂
Keyrðum svo að Ökrum og kíktum á litlu kirkjuna þar og löbbuðum í gegnum kríuvarp (bandbrjálaðir fuglar upp til hópa!!!) og löbbuðum í fjörunni eftir Akranesi eða allavegana hluta af Akranesi… dáldið skrítið að tala um Akranes á öðrum stað en sjálft AKRANES *heh*
Gengum fram á kríuhreiður þannig að þessar árásir voru svosem ekkert skrítnar *Heh* reyndar fundum við líka einn alveg ofsalega sætan lítinn kríuunga, Inga náði ekkert smá flottri nærmynd af unganum.
Keyrðum svo upp að Hítarvatni í svoleiðis úrhellis rigningu, þannig að við sluppum ekki við rigninguna eins og við vorum að vonast eftir *hehe* Fundum reyndar alveg ofsalega flotta rétt.. ég hef aldrei séð rétt byggða í “hlíð” eða eitthvað þannig.. skelli inn myndum af henni fljótlega 🙂
Takk fyrir daginn.. bara gaman.. þrátt fyrir kríuárásirnar!!
[::öppdeit::]
er búin að setja myndirnar inn
Ja Dagný mín ég er sammála um að þetta eru skelfileg árásardýr. fyrir mér mætti útrýma öllum kríum á Íslandi eða leyfa þeim bara vera hjá söndurum þeir eru svo stolltir af þessum fja….. já ekki orð um það meir, kv asta loa
hehe, já.. það er alveg hugmynd *hehe*