ég var að sjá texta við tvö af nýju lögunum hans Bubba…
annar textinn er æði, ég sé mig alveg í fyrstu 2 erindunum.. hlakka til að heyra lagið… þarf að redda mér báðum nýju diskunum hans fljótlega 🙂 til þess að geta myndað mér almennilega skoðun á þessu öllu saman…
þetta er allavegana textinn með erindunum 2 sem mér þykja snilld:
Nafn á lagi : Stór pakki
Höfundur : Bubbi Morthens
Texti :
Mig langar að lesa hörund þitt í nótt
týna mér inn í þér og sofna síðan rótt
vakna og horfa á andlit undurfrítt
inn í mér er hjarta lítið og blítt
Mig langar að fljúga og ferðast á ný
fljúga inn í hjarta þitt og taka gott frí
langar að ganga með þér götu í Róm
dæmdur til að elska þig ég uni þeim dóm
Stór pakki
ég er stór pakki
stór pakki
Stafurinn B hefur lengi fylgt mér
nítján ár og hann tilheyrir þér
varir svo mjúkar að engin orð lýst fá
mig langar að vera nærri þér en er svo langt frá
Mig langar að lesa og hlæja hátt með þér
Meistarinn og Margaríta hentar alveg mér
mig langar að halda að þú elskir mig
og ég held að þú vitir að ég elska þig
Stór pakki …
Ég hef nú heyrt að fólk sé að fá gubbuna af þessum nýju plötum!
redda ekki sama og kaupa 😉
enda kaupi ég yfirleitt ekki diska 🙂
gæti samt alveg trúað því… báðir þessir textar sem ég las eru til Brynju.. en það er bara svona fólk vex í sundur.