Fékk spurningu í gær sem ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að svara, tvær ástæður fyrir því
- 1) vil eignlega ekki tala of mikið um mitt einkalíf við þennan jólasvein sem spurði mig
- 2) ég vissi ekki hvernig ég átti að svara henni 🙄
spurningin var semsagt;
þá er auðvitað átt við fluttningana og það allt saman til Danmerkur.
ég svaraði honum því eiginlega að ég væri lítið farin að spá í þannig málum.. það væri svo margt sem ég þyrfti að gera áður en ég færi og það væri eiginlega ofar á mínum “áhyggjulista“.
En til þess að svara þessu hérna… úff ég veit það ekki..
hlakkar til
… að flytja að heiman
… að skapa mitt/okkar heimili
… að kynnast nýrri þjóð
… að skipta um umhverfi
… að leika húsfreyju
… að prufa eitthvað nýtt
… að standa algerlega á eigin fótum.
kvíður fyrir
… fluttningunum
… hvað það verður langt í alla
… nýju umhverfi
… að standa algerlega á eigin fótum
blöh, það er eflaust margt annað sem ég gæti talið upp en æji finnst þetta alveg nóg í bili.
hmm .. finnst þetta samt alveg normal pæling þannig séð.
annars öfunda ég ykkur svakalega .. skil samt kvíðann .. það munaði ekki miklu að ég hefði flutt til köben fyrir 2ur árum ca .. en kvíðinn og óvissan stöðvaði mig 🙁
plús að það er enn það “langt” í þetta (þ.e. þetta er ekki á morgun plús að leifur er ekki í bænum) að það er kannski hálf óraunverulegt..
ég er allavega ekki farin að hlakka til að missa ykkur af landinu, það er nokkuð ljóst. þetta verður samt örugglega algjört ævintýri og ég hlakka mjög til að heimsækja ykkur 🙂
jájá ég veit að það er langt í þetta… það eru alveg rúmir 2 mánuðir í að ég fari…
en eins og ég var að tala um við tengdó í gær þá líður tíminn á ógnar hraða.. t.d. er júní að verða búinn og mér fannst við vera að halda upp á afmælið hennar mömmu síðasta laugardag (sem var reyndar gert 4júní). Ég geri nefnilega ráð fyrir því að ég fari ekki fyrr en í kringum 5 sept, annars þá gæti ég reyndar alveg tekið stóran sveig og pantað mér flug út 2 sept (a) who knows…
Berit, ég veit hún er mjög normal.. en þessi gæji *úff* ég fæ grænar bólur á RA****** þegar hann svo mikið sem yrðir á mig!!! hann er því ver og miður að vinna á sama stað og ég EN sem betur fer þá er hann með annan vinnutíma en ég 😉
Ég er náttúrulega í svipaðri aðstöðu og þú. Er að fara til sama lands (og sama bæjar?), með kærastanum, búa saman í fyrsta skiptið, flytja frá mömmu og pabba, búa í útlöndum í fyrsta skipti… Reyndar er ég að fara í nám sem ég hlakka rosalega til að byrja í, svo sá partur er kannski aðeins meitlaðari hjá mér.. eeeen..
Ég hlakka bara til. Ég hlakka svo mikið til að ég vildi ÓSKa að ég væri að fara út á morgun. Eða bara á eftir!!
51 dagur eftir, and counting!
(5.sept?? Ætlar Leifur ekki á þessa kynningaviku þar sem maður fær danska kennitölu og eitthvað?)
heh, einmitt…
en sko Leifur fer út í kringum 20 ágúst.. ég er ekki laus úr vinnu fyrr en 31 ág þannig að ég kemst ekki með honum strax…
ahhhh ég skilðig .. einn af þeim :Þ
þetta er allt svo spennandi en stressandi – ég varð veik daginn áður en ég fór og þá varð ég veik úr stressi. En ég er svo bara lestarferð í burtu 🙂
jámm ein lítil lest til Árósa
ein lítil lest til Lundar
ein lítil lest til Slagelse
ein lítil lest til Sommersted *hehe*
og ein enn minni lest eða bara strædó eða hjólatúr til Guðbjargar & Vignis 😉
ég held ég taki stressið út í kringum afmælið mitt enda fer þá að líða að því að LS fari út og svo ég nokkrum dögum síðar *úffpúff*
Hiss.. þetta er ekkert mál!!
Svakalega gaman að flytja að heiman
Svakalega gaman að prófa að flytja til útlanda
Svakalega gaman að búa sér sitt eigið heimili
Svakalega gaman að geta labbað um berró þegar manni langar til
Svakalega gaman að kynnast annarri menningu (og breiða út sína ;).. )
Svakalega gaman að koma heim í heimsókn því að maður sér hvað maður á yndislega fjölskyldu og vini
..gæti haldið áfram endalaust!! Þetta er tækifæri sem þú færð ekki oft á lífsleiðinni og ég segi bara: NJÓTTU!!
Öfunda þig að vera að fara svona stutt frá heiman þar sem ég bý uppá heiði ,,in the middle of nowhere”!!! En við höfum á 2 og hálfu ári fengið 5 heimsóknir (þar af tvær manneskjur tvisvar!!) þar sem að það er svo dýrt að koma hingað. Allt annar pakki með DK, það er liggur við það ódýrt að fljúga þangað að maður geti bara skroppið yfir helgi 😉
Auðvitað kveið mig fyrir áður en við lögðum í hann er komst svo að því að það var gjörsamlega að ástæðulausu. Í mörg horn var að líta, já já, en allt reddaðist þetta að lokum og eftir það var bara gaman!!
já það er alveg satt 🙂
hey ég setti þó fleiri hluti í tilhlökkunarhliðina 😉
Annars þá er maður að reyna að líta á þetta svona “þetta reddast” 😉