ég fór með múttu, pabba & Hjördísi frænku í leiðangur í dag.. eða kannski bara meira rúnt 🙂
fórum í húsasmiðjuna, byko í kópav. og í smárann.. vá hvað ég hefði getað sleppt mér í innkaupum.. ég er reyndar alveg komin með það á hreint að Leifur kemur til með að þurfa að passa mig í svona leiðangrum *flaut* annaðhvort það eða þá að skammta mér peninga *Hahah*
nei ég segji svona.. hlakka til að komast út og sjá hvað er til í þessu blessaða eldhúsi sem er þarna, mér skilst nefnilega að það sé eitthvað. mamma er reyndar búin að segja mér að við eigum að taka e-ð steikarhnífasett sem hún á (fyrir 6) og svo er líka til hérna vatnshitakanna sem þau vilja að við tökum með líka.
það sem er mest spennandi er eiginlega það að það eru svo margar búðir þarna úti sem eru skemmtilegar.. fleiri en hérna amk.. ég hefði samt alveg getað keypt fullt fullt af dóti í þessum búðaferðum í dag 🙂
endaði reyndar bara sem dótaberi 😉
Hjördís frænka var að kaupa hitt og þetta, mamma reyndar líka..
Ég endaði samt á því að kaupa mér 2 hluti!!!
1) millistykki svo að ég geti loksins farið að hlaða Ipodinn minn í gegnum rafmagn en ekki í gegnum tölvuna, vantaði sko stykki sem breytir amerískri kló í íslenska, þannig að núna get ég farið að þvælast meira með hann án þess að eiga það á hættu að hann verði batteríslaus eins og gerðist næstum því á Kárahnjúkum.
2) pils! svona pils eins og allir eru í núna 😉 hvítt og “krumpað” 🙂 þetta fer að verða dáldið skrítið… ég er alltaf að kaupa mér pils… ég á núna 3 pils sem ég get notað svona “dagsdaglega” og 1 sem er svona sparispari *jeij*