ég er ekki að fíla þessa stefnu hjá DV að birta brot úr bloggum landans…
mér skilst að þeir taki bara glósur úr bloggum hjá ýmsu fólki.. ég hef séð allavegana 3 blogg þar í sem ég kannast við. Samkvæmt einu þeirra þá virðist DV ekki hafa haft neitt samband við ritarann og þar af leiðandi birt hluta af bloggnum hennar á prenti.
ok ég veit að þetta er opinn vefur og ekkert mál að taka hvað sem er af honum til þess að setja á prent með því að geta heimilda (sem er gert hjá DV, nafn viðkomandi + slóðin að bloggnum er birt við færsluna og jafnvel mynd af viðkomandi). EN ég er ekkert alltof viss um að ég væri sátt við það. Á maður að fara að taka upp á því að blogga allt undir lykilorði? nei til hvers? mér finnst það ekki rétt… þó svo að ég eigi ef til vill eftir að senda inn einhverjar færslur hérna sem enginn sér (þegar plögginið er komið í lag) að þá vil ég ekki loka öllu… hver er þá tilgangurinn hjá mér með þessu bloggi 👿
Nei segji svona… Ég er allavegana búin að koma því á framfæri að ég er ekki sátt við vinnubrögð DV, þannig að ef að þú kæri blaðamaður sem sér um þetta “blogghorn” ekki birta neitt héðan nema að tala við mig fyrst, það er síða þarna hægramegin þar sem hægt er að senda mér tölvupóst 🙂
[leiðrétting]
úps!!
ég linkaði á ranga síðu þarna í færslunni… betra að leiðrétta það verst að ég man ekki lengur hvar þessi færsla var *oh well*
en hinsvegar var þessi linkur í “glósunum” mínum tengdar þessu umræðuefni… málið er, þarf maður að setja upp svona síðu til þess að sporna við því að tekið sé úr bloggunum hjá manni?
hmm.. ein spurinng. Var verið að taka úr blogginu mínu og birta í DV ??? Ef svo er, hvar og hvenær ?
heh, sorry ég linkaði á vitlausa síðu… en þetta “smáaletur” var í glósunum mínum 🙁
Já ok.. því smáa letrið á síðunni minni er ekki vegna atviks tengt DV, og ég veit ekki til þess að DV hafi verið að vitna í mig.
hehe, nei en hinsvegar þá finnst mér DV vera farið að vitna í ótrúlegasta fólk í þessu blogghorni sínu… sem er eitthvað sem mig langar ekki að lenda í..
er búin að laga það sem ég ætlaði að nýta “linkinn” á þig í 🙂
takk takk 🙂
Þú mátt alveg linka inn á mig, það er ekkert mál 😉
Bara kom af fjöllum hehehe.
Um daginn var ég einmitt að lesa grein í Dv þar sem var verið að taka orðrétt blogg og það var ekki tekið fram hvaðan það var tekið. Mér fannst það heldur ósmekklegt hjá DV og þetta var gert án leyfis höfunda.
heh, já það er nú samt lágmark að réttarheimildir séu á bakvið 😉
ég bara fattaði þetta ekki 🙁