mig langar alveg ofsalega að ferðast eitthvað frá danmörkinni í vetur eða næsta vor. Var að lesa blogginn hjá Regínu sem var með mér í bekk í Versló, hún er í námi í dk. vá smá öfund í gangi.. hún og kærastinn eru búin að vera á ferðalagi frá Árósum og til m.a. Tékklands, Slóvakíku, Ungverjalands og Slóveníu.
Vá hvað mig langar í svona rúnt *Heh*
Við vorum reyndar (þó aðallega ég) búin að vera að tala um að skoða það að taka bílaleigubíl (Hafrún geturðu ekki reddað góðum díl?) í júní og keyra eitthvað niður Evrópu.. ætti ekki að vera stór mál að fá tjaldið mitt út og svefnpokana okkar 😉 gista svo bara á tjaldstæðum.. ég er alveg á því að reyna að telja LS á þetta.. hva ég hef 11 mánuði til þess 🙂 plús svo er hægt að tékka á að fara til Tékklands eða Ungverjalands í vetrarfríi eða páskafríinu 😉
vona bara að ég fái vinnu úti *haha* æj þetta reddast.. Löngunin er bara svo sterk, plús það er eiginlega hægt að segja að það sé ódýrara að ferðast allstaðar annarstaðar en frá Íslandi… OG svo er maður kominn á meginlandið þegar maður er komin til DK… lítið mál að taka lest eða bílaleigubíl og bara rúnta..
Það er staðreynd að ég kem til með að bæta allavegana einu landi á landakortið mitt 🙂 Það verður Svíþjóð 😉 förum alveg pottþétt allavegna einusinni til Lund(ar) á meðan við erum úti til þess að heimsækja Önnsku.. annað kemur eiginlega ekki til greina. það er nefnilega ekkert styttra til Köben frá Lundi en frá Köben til Lundar ekki satt? 😉
heh, ég veit um gaur sem er að flytja til köben en verður í skóla í lundi
eh, það er næstum því jafn slæmt og hinar íbúðirnar sem okkur buðust í Köben…
*oj*
Mæli með interrail í einhverjar vikur og farfuglaheimili. Frábær upplifun. Ég get gefið góð ráð 😉
mjá… við höfum sennilegast samt bara 1 til 2vikur 🙁
ef ég færi í interrail þá myndi ég vilja hafa alveg mánuð því það er svo margt sem mig langar að sjá og skoða 🙂
Þið komið bara með okkur (eða hittið okkur) til Ítalíu næsta sumar. Ætlum að reyna að láta þann draum rætast að leigja hús í Toscana. Kv. Inga
væri óvitlaust 😉