Ég fór í byrjun júlí 2003 til spákonu, semsagt fyrir tæpum 2 árum, hún lagði fyrir mig spil (í stjörnu) og ég neyddi ofaní mig ca hálfum bolla af kaffi (x3 eða 4 man ekki alveg) svo hún gæti lesið úr bolla líka.
Veit ekki alveg hversvegna ég var að fara.. ég var svo týnd og sár.. enda kom það fram í spánni.
Allavegana ég fór að hlusta á þetta aftur í gær, þ.e. spilaspánna… ætla að hlusta á hina í kvöld. Það er merkilegt hvað maður getur séð lýsingar á mismunandi einstaklingum í því sama.. hún talaði um mann í kringum mig sem væri “með tár í auganu” – passar í dag við 2 einstaklinga einn sem tilheyrir nútíðinni og annan sem tilheyrir fortíðinni… á sama tíma og þessi spádómur var lagður fram voru þeir í akkúrat þeirri aðstöðu sem konan las úr spilunum *hah* gaman að þessu 🙂
Ég legg ekki mikla trú í svona en finnst samt dáldið gaman að “fikta” í þessu 🙂
Það eru þrír mismunandi aðilar búnir að lesa fyrir mig, 2x í spil og 2x í bolla. Sú sem las fyrst fyrir mig las í spil, og það sem situr mest í mér af því sem hún las sér til um að hún sagði að það væru 4 í minni fjölsk. og gat einnig sagt að sá fjórði væri yngri en ég og ekki meðal okkar.. satt er það 🙂 næsta var kona sem kom alltaf upp í Allrabest á meðan ég var að vinna þar.. hún las í bolla fyrir mig og stelpuna sem var með mér á vakt. Man voða lítið eftir því annað en að hún talaði um að ég ætti eftir að eignast 2 börn sennilegast bæði strákar.
sú þriðja og síðasta talaði hinsvegar um að ég ætti eftir að eignast 3 börn og þar væru 2 stelpur… hmmm það verður gaman að sjá í framtíðinni hvor þeirra hefur rétt fyrir sér 😉 já og ok skv þessu þá verður allavegana einn strákur hjá mér *Hehe*
Aníhú.. fyrir utan þetta þá er bara eitt sem hún nefndi aftur og aftur og það var að það væri rosalega bjart í kringum mig, ég ætti eftir að eiga bjart og fallegt heimili, framtíðin væri björt í alla staði *jeij* ég vona að hún hafi rétt fyrir sér 🙂
Reyndar finnst mér dáldið gaman að skoða svona dót.. Ég keypti mér fyrir nokkrum árum Tarot spil og litla bók sem segjir mér merkingu spilanna… er samt ekki búin að stúdera þetta það vel að ég geti lesið eitthvað úr þessu.. en ég sá samt 2 börn í október 2003 þegar ég lagði ársspá í fyrsta skipið 🙂 Eir krúsídúlla er fædd í október 2003 sömuleiðis dóttir fyrrverandi.
Svo um síðustu jól gaf Sirrý mér spáprik, dáldið sniðug en ég hef ekki heldur gefið mér almennilegan tíma til þess að skoða þau… reyndar er dáldið mikill hávaði sem fylgir þeim og mér leiðist hávaði 😉
Ég er forvitin, langar að fara aftur fljótlega… ef ég get þá væri ég alveg til í að fara áður en ég flyt út… eða þá fljótlega eftir að ég kem heim aftur. Er spenntust fyrir að fara til Spámiðils… eða eitthvað þessháttar.. mjámjá ég er forvitin 😉
Er virkilega hægt að sjá fortíð, nútíð og framtíð í spilum, bollum, lófum eða hvað sem það er sem fólk virðist geta lesið í. Jú oft er hægt að giska á hluti og oft virðist fólk fá “sömu” lesninguna en með smá útúrdúr…
-
æj ég er forvitin,
ég trúi á það að það sé líf eftir þetta líf,
ég trúi á að það sé fólk á meðal okkar sem aðeins útvaldir sjá,
ég trúi á svo margt sem margir aðrir trúa ekki á…
EN mér er mein illa við það þegar fólk reynir að snúa minni trú.. eða þvinga sinni trú upp á mig, hvað þá að heimta að ég komi með einhverjar útskýringar á því hversvegna ég trúi á það sem ég trúi…
til hvers ? Ég vil trúa að það séu aðilar hérna meðal vor sem passa upp á okkur þó svo að við sjáum þá ekki 🙂
… ég þarf að fara að finna spóluna sem ég tók upp á mína spá.. gæti verið áhugavert
jeij, ég fann spóluna.. hlustihlust
það er dáldið gaman að hlusta á þetta svona seinna… sjá hvort e-ð hafi komið fram.. sem er reyndar ekki búið að gerast hjá mér … en samt gaman 🙂
Æj ég er voða skeptísk á svona. Finnst samt þrælskemmtilegt að lesa bækur og horfa á myndir/þætti sem eru um fólk sem “sér” meira en við en er samt voða skeptísk á svona. Ég samt útiloka ekkert.. hef ekki prufað neitt svona svo ég hef enga reynslu af þessu. Eftir að pabbi dó þá samt spáði ég í að fara til einhvers en lét nú ekkert verða af því. Held líka að þó það séu einhverjir sem hafi þetta í sér þá séu margfalt fleiri fúskarar þarna úti.
ég held nefnilega að þeir sem hafa þessa gjöf fari frekar leynt með hana.. þeir eru ekki endilega að “auglýsa” það að þeir sjái fólk sem er ekki á lífi og svo frv.
Ég þekki einn sem “sér” og hann er ekkert að auglýsa það, hann reyndar er ekkert að spegúlera í þessu.. hann bara sér fólk og lætur þar við sitja.