þegar ég var að melta það hvort ég ætti að nenna að skríða fram úr áðan fannst mér ég heyra kunnuglegan þyt og smá skrölt í dótinu mínu. Fór að velta því fyrir mér hvort þetta hafi verið rugl í mér eða hvort það hafi í raun komið vægur jarðskjálfti.
kíkti inná mbl.is og viti menn það kom jarðskjálfti í morgun kl 7:43.
Man eftir jarðskjálftanum á þjóðhátíðardaginn 2000, lá upp í rúmmi og var e-ð að skoða dagskrá dagsins.. heyri ég þennan massa þyt og rétt náði að stökkva upp og taka vasa sem ég er með efst á hillusamstæðunni minni niður – veit það fyrir víst að hann hefði fokið niður í þeim skjálfta.