tíminn líður ekkert smá hratt…
Mig langar samt ótrúlega mikið að kíkja í helgarferð til dk, skoða íbúðina almennilega.. er ekki einhver þarna úti sem er til í að styrkja mig ? má víst ekki alveg sjá af þessum 40þ sem virðist vera gangverð hjá báðum flugfélögunum fyrir helgina 1 til 3 júlí 🙄 oh well.. verð víst að sætta mig við þetta ekki satt 😉
Við erum búin að díla við vinapar Leifs sem er að flytja heim um að kaupa nokkra hluti af þeim.. m.a. 4 klappstóla, náttborð m/skúffum og svo stórt borð sem hægt er að nýta annaðhvort sem matarborð eða læriborð fyrir Leif 😉 fáum þetta á annsi sanngjörnu verði 🙂 bara svalt!
Þó svo að það séu rúmir 2 mánuðir þar til ég fer út þá er ég aðeins farin að pæla í því hvaða hluti mig langar að taka út… ég myndi ekki meika að vera þarna án þess að hafa eitthvað af “mínu dóti” meðferðis… þá meina ég eitthvað eins og styttur, kertastjaka, almennt dót! í rauninni.. verð að fá að persónugera smá… Leifur segjir að það sé nóg að ég sé með honum þegar ég spyr hann hvort hann vilji ekki taka eitthvað svona “persónulegt” með sér :redface: held samt að ég kíki í kring í herberginu hans, trúi því ekki að það sé ekkert þarna sem hann vilji ekki taka með sér annað en námsbækur.
Inga, ég fæ kannski að stelast í möppuna hans 😉
Ég er reyndar búin að taka þá ákvörðun að ég ætla að fara í gegnum myndirnar okkar þegar ég kem út og velja mér myndir af fólkinu okkar til þess að framkalla og láta í ramma. Verð að hafa fólkið okkar með okkur:!: það verða hvorteð er allir svo langt frá okkur.
Mig klæjar reyndar all svaðalega í fingurna að komast í IKEA úti til þess að fara að búa til nýja heimilið okkar 🙂
já auðvitað verða flestar (ef ekki allar) mubblurnar okkar þarna úti úr IKEA, hvað annað ? allavegana þessar stóru eins og nýja rúmið, svefn sófinn sem ég ætla við ætlum að kaupa (það verður að vera hægt að láta ykkur sofa einhverstaðar er það ekki?) hlakka líka til að komast að því hvað verður til í eldhúsinu… mér skilst nefnilega að það sé eitthvað af dóti þar sem við fáum að nota 🙂 Veit að þarna verður eitt stk örri og kaffivél, *haha* nú fagnar Leifur, ég var nefnilega að hóta honum því að kaupa bara pressukönnu 😉 hann var ekkert ofsalega spenntur fyrir því *Heheh*
jæja ég held að ég ætti að fara að halla mér.. kl er orðin alltof margt og ég sem ætlaði að reyna að snúa sólahringnum við á ný *úbbósí*
það er líka mjög sniðugt að fara á endursölu búðir og kaupa notuð húsgögn – hægt að fá rosalega nýleg og velmeð farin húsgöng á engan pening
amm, tók bara til 2 stæðstu hlutina, mig langar enganvegin að kaupa mér notað rúm 🙄
Pressukönnur eru mjög sniðugar, bara passa að setja nógu mikið af dufti.
þær eru sniðugar, honum finnst bara verra kaffið úr þeim… that is all :p
og þar sem ég drekk ekki kaffi þá er mér svosem nokk sama *Hehe*