ég leigði shall we dance í gærkveldi… úff hvað ég fékk mikinn fiðring í tásurnar langaði svoooo að byrja að æfa dans aftur…
það er eitthvað við Vals, quickstep, vínarvals og alla þessa “stórukjóladansa” sem heillar mig alveg svakalega, ætli það sé ekki rómantíkin yfir þessu öllu saman.
Finnst ekki eins gaman í latin dönsunum þó svo að þeir séu flottir, hressir og skemmtilegir líka bara á allt annan máta heldur en ballroom. Ballroom dansar eru bara eitthvað svo elegant 😉
Ég var ekki nema 4 ára þegar ég byrjaði fyrst að læra dans.. vá það eru til svo mikið af sætum myndum af mér og Steina að dansa í Glaðheimum. Líka þegar ég er flutt yfir til Reykjavíkur og farin að dansa við Hjalta. Svo í mótþróakasti þá hætti ég rétt fyrir fermingu… er það ekki dæmigert. Reyndar fannst mér þetta vera farið að vera dáldið túmötsh, að láta krakka mæta á 4x 2-3klst æfingar á viku. Ég veit það vel að það þarf að æfa til þess að ná árangri, en það má ekki heldur ofgera krökkum. Ég byrjaði aftur veturinn eftir fermingu, en þá auðvitað ekki neinn herra á lausu á mínum aldri þannig að ég dansaði við stelpur… samt ágætt fékk amk dans út úr því *hehe*
Sendi Leifi sms í nótt sem hann heldur reyndar að hafi verið draumasms frá mér… spurði hann hvort hann væri til í að fara með mér einhverntíma í danstíma (ég veit hann getur verið óttarlega stirðbusalegur, en ótrúlegasta fólk tekur danstíma) hann tók nú ekkert illa í það skoh 😉
~~~~~~~~~~~~~~
A romantic comedy where a bored, overworked Estate Lawyer, upon first sight of a beautiful instructor, signs up for ballroom dancing lessons.
Directed by
Peter Chelsom
Genres
Drama, Romance, Music, Comedy
Cast
Richard Gere, Jennifer Lopez, Susan Sarandon, Lisa Ann Walter, Stanley Tucci, Anita Gillette, Bobby Cannavale, Omar Benson Miller, Tamara Hope, Stark Sands, Richard Jenkins, Nick Cannon, Sarah Lafleur, Onalee Ames, Diana Salvatore
Við gunni erum alltaf á leiðinni í dans, byrjum í haust með vinnufélögum mínum.
hja hverjum ætliði að læra ?
Einn vinnufélagi minn er að kenna dans, förum á námskeið hjá honum og svo er dansað einu sinni í viku eftir það 🙂 svo er aldrei að vita nema maður læri eitthvað meira…
skil þig 100%
ég verð svona svipuð með sundið. dreymi reglulega að ég sé ennþá að æfa og eitthvað. enda var það líf mitt og yndi. þangað til ég kynntist strákum og djamminu .. :S
Við skötuhjúin horfðum á hana um daginn, mér fannst hún mjög ljúf, Bjössa fannst hún hundleiðinleg. Ég hef alltaf verið mikið fyrir dansmyndir.
piff á Bjössa 😉
reyndar er þetta sennilegast mestmegnis stelpumynd.. myndi sennilegast ekki leggja það á LS að horfa á hana 🙂