Iðunn & Sverrir skutluðu okkur á Egilsstaði í gær, von var á fleiri VIJV mönnum með flugi kl 18:30 þannig að við vorum með far upp á Kárahnjúka *jeij* þröngt meiga sáttir sitja er það ekki ?
Ferðin frá Egilsstöðum upp í vinnubúðirnar tekur rúman klukkutíma þannig að við vorum ekki komin þangað fyrr en rétt fyrir kl 8 (úps vaktin hans Leifs byrjaði kl 7). Henntum töskunum inn í herbergi, fengum smá kvöldmat (viti menn var ekki BERNÉSSÓSA með matnum) og héldum svo beint yfir á skrifstofuna hans Leifs 🙂
Ég fékk svona fínt gult vesti og eftirlitsmannahjálm þannig að ég var “lögleg” á svæðinu.
Reyndar fékk ég áminningu strax og ég kom út úr Vinnubúðunum því að ég var ekki með hjálm þá 😛 jájá strákar mínir 😉 því var auðvitað reddað strax, en þetta var bara munnleg áminning þannig að hún er ekki skjalfest *hehe*
btw Maggi & Baldvin ég vil ekki fá senda skjalfesta áminningu 👿
Ég fékk að sitja í bílnum hjá Leifi á meðan hann rúntaði um svæðið og sjá hvar hans vinnusvæði er, þannig að núna veit ég muninn á Desjárstíflu og Sauðárdalsstíflu *jeij* ég er líka búin að læra muninn á milli Desjárstíflu+Sauðárdalsstíflu og hinsvegar Kárahnjúkastíflu.. alls ekki sama uppbyggingin á stíflugerðinni.
Leifur var líka voða góður og keyrði mig niður í Kárahnj. stífluna.. og þá fékk ég að sjá hinahliðina á öllu því sem við sáum í fyrra 😉 svaka gaman að upplifa þetta allt svona aftur og öðruvísi!!
Einhverra hluta vegna þá voru nokkrir sem spurðu mig hvort ég væri nýji eftirlitsmaðurinn/konan. hmm ég veit ekki hvernig í ósköpunum fólk fékk það út.. ég spurði verkstjóra Suðurverks sem var að vinna í Desjárstíflu annsi aulalegrar spurningar, ok kannski bara aulaleg að mínu mati.. stuttu síðar spurði hann mig glottandi hvort hann ætti eftir að þurfa að “umbera mig” það sem eftir væri sumars 😀 neinei bara í kvöld/nótt.
Ég náði að halda mér gangandi að “vinna” með Leifi til kl 3 þá gafst ég upp og var á leiðinni að biðja hann um að skutla mér upp í vinnubúðir þegar hann sagði mér að hann þyrfti að fara út í stíflu til þess að taka e-ð verk út 🙂 *jeij* passaði einkar vel.. hann út í stíflu að skoða e-ð í ÞVÍLÍKRI rigningu, ég er að tala um að það var svo mikil rigning að þeir urðu að hætta að vinna í því sem þeir voru að vinna og fara að gera e-ð svona auka dót eins og að láta búkollurnar færa sand á milli staða 🙄 var komin upp í rúm kl 3:30 og svo skreið Leifur upp í rétt eftir 7 en þá var vaktin hans búin. Sváfum til rúmlega 1 og þá var allt sett á fullt í að koma mér aftur niður til Egilsstaða þar sem ég átti bókað flug kl 15:40. Keyrðum í þvílíkri þoku niðureftir og vorum líka xtra lengi á leiðinni, það sást rétt svo á milli stika á heiðinni *bjakk* LS þurfti að ná í e-n strák sem var að koma með fluginu kl 14:45 og þegar ég ætlaði að tékka mig inn þá kom í ljós að það var vél að fara kl 15:10 og ég fékk að færa flugið mitt til *jeij* fékk að njóta þess að horfa á skallann á Agli Ólafs í heilar 50 mín! jújú Stuðmenn & Hildur Vala voru með sætaraðirnar fyrir framan mig.. dáldið gaman að “hlera” samtölin hjá þeim, sem voru dáldið mikið um Bubba Mortens (nei ekkert slæmt bara karaktersspjall).
Það var samt voðagott að sjá mömmu á flugvellinum, enn betra að komast heim.. hef varla verið heima hjá mér síðan um síðustu helgi.
Það var rosalega gaman að upplifa þetta svona aftur, ég er mjög fegin því að hafa tekið þá ákvörðun að kíkja uppeftir með honum 🙂
takk ástin mín fyrir að sýna mér allt þetta 🙂
Takk fyrir komuna elskan. Og vertu velkomin aftur 😉
*jeij*