Lagði af stað á fimmtudagskvöld ásamt Iðipiði, Tinna & Leifi til Akureyrar, með smástoppi á Brú (líkamlegt bensín), á Blönduósi (bílabensín) og við sjoppuna í Varmahlíð til þess að dást að mótorhjólarununni sem þar var á leið út á Sauðárkrók. Vorum komin á Ak rétt um 11 leitið, fundum Sverri hjá systur sinni og heimtuðum að hann færi með okkur niður á Munkaþverárstræti (massa götunafn). Ég og LS duttum út fljótlega eftir að við komumst í hús en SVIÐasultan heimsótti hinsvegar “beljuna” 😉
Vorum komin út úr húsi um 11 leytið á þjóðhátíðardaginn sjálfann, enda vöknuðu flestir við lúðrasveitablástur upp úr 9 sem reyndist vera “öxar við ána“, ekki amalegt að vakna við það 😉 Sáum ekki neinn í bænum, bærinn var bara död.
Ákváðum að rölta á Greifann og fá okkur brönsh, fyrir valinu urðu hammarar með skrítnum nöfnum, m.a. Kalóríubomban (sem reyndist vera nautakjöt m. bernessósu í hammarabrauði). Röltum aftur upp í hús og lágum á meltunni í smá tíma eða þar til við vorum búin að heyra skrúðgönguna labba fram hjá húsinu, skelltum okkur í útigallann og fórum í bæjinn eins og sönnum íslendingum sæmir:!: Iðunn fjárfesti meiraðsegja í ekta ísl fána 🙂
Kíktum á hin ýmsu skemmtiatriði, ákváðum að sniðganga bílasýninguna þar sem okkur fannst hálf asnalegt að borga 1000kr á mann þangað inn *piff* *ignore*
Kíktum hinsvegar í ókeypis skemmtisiglingu um pollinn… skemmtisiglingin breyttist hinsvegar fljótlega í hvalaskoðun *jeij* náði mynd af hval 🙂 náði reyndar líka video en veit ekki hvort ég eigi eftir að setja það inn á myndagalleryið (ok Elmar segjir þetta ekki hafa verið hval heldur Hnísa, what ever 😛 kallinn sem var að benda okkur á hvalinn sagði dýrið vera Hnúfubak).
Skelltum okkur á kaffihús til þess að ná upp hita eftir siglinguna (enda helvíti kalt að halda á myndavélinni svona til þess að vera “reddy” þegar hvalurinn lét sjá sig aftur, meiri stríðnispúkinn þar á ferð). Eftir kaffihúsið fórum við svo aftur heim á Munkinn til þess að hefjast handa við að grilla og baka brauð *nammigott* átum á okkur gat *slef* langar í meira bara við tilhugsunina.
Um 10 leytið komu Óli & Anna á svæðið, grilluðu handa sér smá kjötmeti og gæddum við okkur svo öll á ís í desert, nei ekki Brynjuís heldur bara venjulegan ís í boxi 🙂
Sátum lengi fram eftir kvöldi að spjalla, syngja og hafa gaman..
misgamanþó 😉
Elmar kíkti á okkur ásamt Steffí, Bjössa og Óla, fannst þeim nóg um þennan blessaða magnara sem var með í för enda var fljótlega farið að gera tilraunir með að slökkva á magnarnum eða breyta einhvernvegin tónhæðinni.. þar til uppkomst að tónhæðin var eingöngu stillt í hálsinum á söngkonunni 😛 kom magnaranum ekkert við þó svo að hún væri að syngja á fullu í micrafóninn sinn 😉 Flestir kíktu niður í bæ, þó löngu eftir að kvölddagskránni var lokið 🙂 sumir fóru á skemmtistaði aðrir fengu sér bara hressandi kvöldgöngu 🙂
Í dag laugardag tvístraðist hópurinn svo á ný, ÓlAnna fóru yfir á Húsavík og hin fjögur fræknu héldu af stað á Egilstaði til þess að skila vinnumanninum. Stoppuðum auðvitað fyrst til þess að fá okkur “sveitta” næringu í formi pitzu og djúpsteikts fisks. ljúfmeti allt saman 🙂 Merkilegt nokk hvað einkenndi þessa ferð var Bernessósa!!! hún var bókstaflega með öllu!!!! meiraðsegja PITZU!!!
Brunuðum á Egilstaði og ákvað ég eiginlega bara rétt áður en lagt var í hann að mig langaði að kíkja upp á Hnjúkinn þannig að ég hennti öllu dótinu mínu ofaní tösku og í skottið og þar er ég nú… sem “nýji eftirlitsmaðurinn” *haha* er búin að fá þá fyrirspurn nokkrum sinnum í kvöld 🙂
en Kárahnjúkahlutinn er auðvitað efni í allt aðra færslu 😉
takk fyrir samveruna um helgina skvís 🙂
takk sömuleiðis skvís 🙂