hversvegna eru þarna úti örfáar manneskjur sem geta alltaf fengið mig til þess að halda að ég sé svo ómerkilegt eintak af mannveru að ég sé bara sóun á plássi.
ég veit að ég er ekki ómerkileg manneskja,
ég veit líka að ég er ekkert merkilegri að aðrir,
en ég er samt ekki núll og nix, ég skil ekki hvað það er sem fær fólk til þess að tala svona til mín..
ef þú veist það þá máttu alveg láta mig vita.
til hvers að vera að umgangast svona fólk. ?
Og að sjálfsögðu ertu merkilegri en aðrir.
í sumum tilfellum kemst ég ekki hjá því Maja mín…
en ég sniðgeng það eftir fremsta megni 🙂
Þetta fólk hagar sér svona til að upphefja sjálft sig. Það heldur að það virki merkilegra og flottara fólk ef það lætur öðrum líða eins og skít! Undir niðri líður þessu blessaða fólki hreint ekki vel og stór öfundar þig af því að vera eins frábær og þú ert!
hehe, já er það ekki bara 🙂
verst að mér líður illa á meðan 🙁
Allt of mikið til af svona leiðinlegu fólki sem fær mann til að efast um sjálfan sig.. en sem betur fer er til fólk sem segir manni hvað maður er frábær.
Dagný mín, þú ert frábær.
æji takk stelpur,
that is what I needed 🙂
bara fúlt þegar maður fær svona í “smettið” í vinnunni.. maður verður bara 1/2 manneskja fyrir vikið.. dauf og leiðinleg..
já ég kannast við þetta. Það er líka eins og fólk fattar ekki stundum að maður er að vinna vinnuna sína, en ekki til þess að gera fólki eitthvað sérstaklega erfitt fyrir.
akkúrat, ég t.d. ræð ekki verðinu á timunum hérna… rétt eins og þú ræður ekki mínútutaxtanum á milli GSMsíma hjá ogvonda… 🙂
sæl frænka !
það finnst öllum erfitt að umgangast svona fólk og mín skoðun á svona fólki er minnimáttakend!!! en eitt ráð sem mér var gefið er að hugsa / segja merkileg típa / sérstök hegðun / eða bara að segja upphátt við viðkomandi: hummm merkilegt….
gangi þér vel og mundu þú ert betri 🙂
vá ég skileddaekki *hristihaus*
eins og mér finnst þú heilsteypt og frábær manneskja (svona það sem ég hef séð amk :Þ)
ekki láta svona hafa áhrif á þig. þú veist betur 😉
við erum auðvitað öll mannleg…
bara helvíti skítt hvernig framkomu sumir hafa.
eins og ég sagði þá veit ég vel að ég er ekki ómerkilegri en aðrir en alltof margir hafa þá hugsun á að “þeir séu betri en allir” því ver og miður.
Helga frænka, já.. verra að gera slíkt þegar maður á að vera kurteis við viðskiptavininn 😉
Emma, ég er þokkalega skýr í kollinum sko.. bara greinilega ekki allir sem fatta það 😉
og þá hugsar maður það og brosir ekki satt prófaðu það virkar ! 🙂