Ég er alveg ofboðslega viðkvæm fyrir lyktum…
Stundum hérna í vinnunni er ég alveg við það að hlaupa héðan út vegna þess að einhver er með svo sterka ilmvatns/bodylotion/rakspýra/sígó/vindla/óhreininda/líkams lykt 🙁
á tímabili var einn hérna sem kom með sína eigin nuddolíu, ok ekkert mál nema að það var svo VIÐBJÓÐSLEG lykt af henni að ég var nokkrumsinnum farin að kúgast yfir karl greyjinu þegar ég var að setja á hann bakstur…
Ekki bætir það þegar loftið hérna er svo þykkt að hægt er að skera í það með hníf.
2 thoughts on “lykt”
Comments are closed.
oj já.. lykt getur verið alveg hreint viðbjóðsleg.. ég fékk alltaf klígju við að finna lyktina úr bakaríinu hérna niðri.
já einmitt.. sumar fara bara beint í klígjustöðvarnar hjá manni…
oggg svo skilur maður hvorki upp né niður í því fólki sem lyktar svona… ekki það að það fólk taki nokkuð eftir því þar sem það er orðið svo samdauna lyktinni.
þá sérstaklega reykingafólk, reyndar er ótrúlegt hvað það er misjöfn lykt af reykingafólki… fer víst algerlega eftir teg sem fólk reykir.
er allavegana búin að sjá það út að það er vond lykt af GoldCoast fólki!