Jæja JR frændi er mættur á klakann, kom kl 11 í gærkveldi.
Hann var að koma frá Pakistan ( af öllum löndum ). Þar er hann búinn að lifa bæði lúxuslífi og fangabúðalífi síðustu 3 vikurnar eða svo. Fáránlegt, þeir máttu varla fara út úr húsi þar sem þeir voru að vinna, var staðsettur á einhverri herstöð fyrir utan Islamabad. Þeir fengu aðgang að smá leikfimisal, tennisvelli, blakvelli, squash velli, pínu litu og crapy tölvuherbergi og svo sjónvarpsherbergi þar sem ekki var video eða dvd spilari… já og rafmagnið var tekið af kl 11 á kvöldin *howstrangeisthat* og þar með fór auðvitað kælingin líka (nb það var víst um 40°c á daginn.. lítið kaldara á næturna en þó eitthvað). EN um helgar kom svaka fansí SKOTHELDUR jeppi frá Bandarískasendiráðinu að sækja þá og flytja í voðalega grand hótel, þá meina ég sko 5* hótel. Smá munur á staðsetningum… crapy lítið herbergi eða lúxusherb. á 5stjörnu hóteli… hmm hvort ætli maður myndi vilja.
Annars þá sagði hann okkur frá fáránleikanum þarna í Pakistan, verðlagið er náttla bara hlægilegt, sennilegast sem betur fer reyndar því að launin þarna eru líka bara VÍRD. Reyndar talaði hann um að Pakistan væri sennnilega svona 50 -60 árum á eftir í þróuninni í ýmsum atriðum.
Hann sagði okkur frá því t.d. að hann hafi leitað og leitað að svona minningarskotglösum en engin fundið en hinsvegar gat hann keypt nóg af pípum, enda er marijúana ræktað bara úti í garði inn á milli blómana í blómabeðunum.
Ég á eftir að stelast í myndavélina hans til þess að klára að skoða myndirnar sem þar eru… ég sá nokkrar í gær, m.a. af Himalajafjöllunum (hann flaug þar yfir í gær), svakalega flott.. reyndar ekki af allra hæðstu tindunum en af fjallgarðinum, ekkert smá flott… svo voru nokkrar þarna sem voru teknar í hótelgarðinum.. hlakka til að sjá restina.. já og Gullnahringinn sem er einmitt í gangi as we speak!