*jeij* ég fann aðra síðu þar sem ég gat skráð mig inn gratis! og er búin að vera að senda tölvupóst á nokkra og já ég er líka búin að fá send bréf 🙂
þetta er lúmst gaman og eiginlega bara dáldið spennandi 🙂 enda með ólíkindum hvað hægt er að gera í svona stússi.
t.d. er ein íbúð sem búið er að bjóða okkur í Virum sem mér skilst skv Krak að sé hverfi í Lyngby.. ekki slæmt… og samkvæmt gæjanum sem sendi meilið þá er DTU bara rétt hjá (tók það fram í auglýsingunni minni að annað okkar væri að fara í nám þar).
jeij gaman 🙂
vá heppin, því ég hef heyrt að það er hell að fá húsnæði þarna úti sérstaklega nálægt dtu.
Ég á eflaust eftir að kíkja í kaffi til ykkar þegar ég kem þangað í heimsókn. Enda svo mikið af fólki sem býr þarna sem ég hef ekki hitt lengi.
Verða ekki alltaf heimatilbúnar kleinur og heitt á könnunni þarna 😛
Virum er sér hverfi, ca 15-20 min með lest til Lyngby og ca klst í bæinn.