urg…
afhverju verður maður svona hrikalega háður þessu RSSdóti, mér finnst ég vera að missa af svo miklu því að RSSið hjá mér er ekki að virka sem skildi… samt er kóðinn alveg eins núna og hann var í hinu dótinu! Það sem mig vantar eru nefnilega bloggin sem ekki eru skráð hjá MikkaVef. Plús að rétt áður en ég skipti um bloggforrit þá breyttist þráðurinn á blog.central.is bloggin og þessi ljóta stika kom þar inná.
Hvernig fór maður að hérna áður en RSSið kom inn ? fór maður ekki þennan reglubundna hring, sem reyndar inniheldur alltof mörg blogg hjá mér þessa dagana.. búin að finna svo marga sem ég þekki í RL sem eru að blogga og alltaf gaman að fylgjast með þeim á blogginu.
spurning um að fara að dunda sér við að skrá liðið bara hjá Mikkavef 😉 fæ þá alla inn í aðal RSSið mitt *Hahah*
mér finnst fínt að gera þetta svona oldfashon wise. Fer alltaf sama hringin nokkrum sinnum á dag líka fínt því í þessu rss dóteríi sér maður ekki komment og þau eru oft alveg jafn skemmtó og bloggin 🙂
ég geri það líka reyndar… sérstaklega ef það er eitthvað áhugavert umræðuefni í gangi… En hinsvegar á ég við að það er svo þægilegt að sjá á RSS þegar einhver uppfærir bloggið sitt.. þá sérstaklega einhver sem maður hefur áhuga á að fylgjast með 🙂