Fór í útskriftarveislu til Kolbrúnar Ingu í gær.. fullt af fólki og allt alveg svaka flott og fínt 🙂
Kolbrún Inga alveg stórglæsileg með fínu hvítu húfuna sína.
Í dag var svo úrskriftarveislan hans Þórs Steinars.. ekki síðri en gærdagurinn!!
Jafn frábært að hitta ættingjana, að hluta til sami ættingjahópur báða dagana en samt ekki..
Gaman að sjá líka fjölbreytnina í svona löguðu. Í gær var gúmmelaðið allt í anda Kolbrúnar Ingu (sumsé veggie) en í dag var allt svona snittudótarí.. hvorttveggja nammigottt! enda er ekki séns á að bera þetta saman 🙂
Plúsinn við svona veislustúss er sá að maður hittir ættingjana sem maður hittir einfaldlega ekki nógu oft. Í mörgum tilfellum getur maður svosem alveg kennt sjálfum sér um.. það er ekki eins og það sé svo rosalega langt að fara úr vesturbænum og upp í breiðholt er það? eða í Hvassaleitið?
EN reyndar kemur á móti að margir eru farnir að vera svo svakalega uppteknir… Farnir að stunda margvísleg áhugamál og félagsstörf. Eiga þar af leiðandi stundum ekki lausa stund þegar maður ákveður að “droppa inn“. Það er orðið svo vinsælt nú til dags að vera svo “busy“.
Svo er því laumað að manni að það er ótrúlegasta fólk sem kíkir í heimsókn á bloggið mitt.. fyndið.. en ég segji samt við alla Velkomnir og njótið lestursins 🙂
Björg frænka sagði mér í gær að hún væri að fylgjast með blogginu mínu… æj mér finnst það æðislegt 🙂 Fyrst Björg getur það þá er næsta skref að senda múttu krúttu í tölvuna 🙂 Hún verður amk að læra á MSN, Tölvupóst og Skype! meina það er ekki hægt að vera mömmulaus þegar ég flyt til DK. nei það gengur ekki upp… er það nokkuð?
He he, nei það er sko ekki hægt að vera “mömmulaus” í DK. Þau gömlu heima í Sörlaskjólinu eru að vísu ekki með skype, af því tölvan hans pabba er of gömul, þannig að við mamma notumst enn við gömlu góðu aðferðina; símann! Stundum fer hún samt til Ómars og talar við mig á skype, en henni finnst samt betra að tala í gengum símann, þá getur hún líka verið alveg ein þegar hún hringir í mig 😉
true 🙂
æj maður er bara svoddan mömmustelpa…
plús það er allt til staðar hérna, skype uppsett og skemmtilegt sko 🙂