Eftir leikfimina í gær dró ég karlinn í heitupottaletilíf í laugardalslauginni… voða ljúft enda er ég varla með strengi í dag þrátt fyrir að hafa tekið jafna þyngd og síðast þegar ég fór í BP og var ekkert að hlífa mér.
Í heitapottinum var alveg ofsalega sæt lítil stelpa (ca 3 ára) sem var að leika við stóra bróður sinn. Ég átti alveg ofsalega erfitt með að halda niðrí mér hlátrinum þegar þessi lína (hence titillinn) kom upp úr dömunni…
“Má ég prófa glerglaugun þín”
æj þessar litlu verur segja oft svo yndislega skemmtileg orð
sbr er Vandavíra enn stundum notað hérna heima yfir Klementínur/mandarínur, “litla” frænka mín bað nefnilega um vandavíru e-n tíma þegar hún var hérna í pössun og við gátum ómögulega áttað okkur á hvað hún var að tala um.
Leifur er búinn að koma inn orði í kollinn minn sem Gunnar bróðir hans sagði víst oft sem smákrakki en það er Svefngúrka, reyndar er það miklu skemmtilegra orð en svefnpurrka