Við vorum að fá tölvupóst frá Sam jr frænda
hann er búinn að kaupa sér miða frá London til Íslands þann 27 júní (skv e-mailinu) og ætlar heim 3 júní *heh* held að þetta sé typo! að hann komi 27.maí og fari 3.júní… hey passar flott.. verður á klakanum á afmælisdaginn hennar múttu minnar (2.júní).
Hlakka mikið til að fá karlinn.. enda er búið að bóka mig í að gera eitthvað sniðugt með honum… ætli maður endi ekki með að fara svona eins og einn gullinn hring… eina ferð í bláalónið og eitthvað fleira sniðugt innan bæjarmarkanna… flott að það sé helgi inn í þessu… enda kemur hann á föstudegi
Vá hvað það verður mikill gestagangur þessa daga.. hálf vorkenni múttu krúttu ef svo er. EN fyrsta alvöru túristahelgi ársins hjá mér verður þá síðustu helgina í maí gerandi fullt af túristalegum hlutum þessa vikuna *heh* enda hefur JR ekki komið á klakann í hmm rúm 20ár!!!!
*úúú* helling af myndum teknar *jeij*
Hann er reyndar að fara á vegum hersins til Pakistan fyrst.. hann verður því nettruglaður í tímanum þessa vikuna *heh* fer ss fyrst til Pakistan (eða er á leiðinni þangað núna) með viðkomu í London báðar leiðir, stingur svo af frá London í bakaleiðinni og kemur á klakann *tilhlökkunáefstastigi*