meina halló, mér finnst bara bera svo mikið á því í kringum mig að einstaklingar í samböndum fái hreinlega ekki “heimild” til þess að fara og hitta vini sína (einir). Er eitthvað að því að makinn fari að hitta vini/kunningja sína yfir öllara eða kaffibolla ?
Mér finnst þetta bara itiotískt. Það að fá ekki að rækta vináttu við fólk sem maður þekkti (í flestum tilfellum fyrir tilkomu makanns) er skrítið. Ég er ekki að tala um það að það þurfi alltaf að vera þannig en stundum þá bara þannig að manni langar að eiga “kvöld með stelpunum/strákunum“. Hvort sem það er “sauma“klúbbur, spilaklúbbur eða bara Öllari/kakó/te/kaffi á kaffihúsi.
Mér hefur stundum fundist þetta vera hálfgerð eigingirni í mökum þeirra sem fá ekki að fara “einir” út. Alveg sama hvort kynið er í hlutverki hins “svipaða” einstaklings. Maður hefur oft lent í því að vera búin að plana eitthvað með vinunum og svo þarf einhver að fara fljótlega aftur vegna þess að Kallinn/konan heimtar að viðkomandi komi heim… það myndar bara móral, móral sem er leiðinlegur. Makinn fær oftar en ekki ákveðinn stimpil, sérstaklega ef þetta gerist oft.
Mér finnst einhvernvegin þetta vera svo að aukast í kringum mig… maður heyrir alltaf frá fleiri og fleiri aðilum sem tala um einmitt þetta.
æji blöh ég er kannski bara svona skrítin að vilja ekki láta koma svona fram við mig. Ég vil fá að fara og hitta mína vini og gera eitthvað tja “stelpulegt” með þeim. Ég vil líka að Leifur eigi sín Axis&Allies kvöld áfram með Leifunum. Læt mér ekki detta það í hug að ætlast til þess að þeir hætti að hittast svona þar sem þeir byrjuðu að hittast að spila fyrir bráðum 10 árum síðan!
Svo er það líka oft þannig að maður þarf bara að fá að tala við stelpurnar um stelpulegmálefni sem strákum finnast pottþétt ekkert skemmtileg… og það er alveg nákvæmlega eins á hinnveginn… strákamál sem við stelpurnar skiljum ekki *hehe*
Ég man samt eftir því að hafa verið í þeim sporum að fá ekki að hitta mína vini án þess að minn X hafi truflað það á einhvern máta. Mér þótti það alveg ofsalega leiðinlegt.. sérstaklega þar sem ég gaf honum alltaf frelsi til þess að hitta sína vini og gera það sem hann vildi… æji ég er að röfla.
Ekki misskilja mig, ég er ekki að kvarta undan Leifi mínum, alls ekki hann er á alveg sömu bylgjulengd og ég sem betur fer *heh*
Ef þú ert svona við þinn maka.. viltu að hann komi svona fram við þig ?
Held að það sé vissara að halda uppi þessu mottói: