margir litlir punktar sem ég hef ekki troðið hingað inn en ég ætti kannski að gera upp á framtíðina (sem minnispunkta fyrir mig).
* Leifur er búinn að fá inni í DTU þannig að það eru allar líkur á því að við flytjum til Danmerkur í lok sumars ævintýrið okkar hefst semsagt í haust
* Hann er líka búinn að fá vinnu á verkfræðistofu og fékk það hlutverk að vera “eftirlitsmaður með Grautun” eða eitthvað þannig… and plís dú not ask hvað Grautun er… ég er rétt búin að fatta það sjálf en skil það samt ekki hann var einmitt að fá það staðfest í morgun að hann þarf að yfirgefa mig í fyrramálið það verður þá bara enn skemmtilegra að fá hann til baka
* Ég er búin að segja upp í vinnunni minni þannig að þetta Danaveldisævintýri verður eiginlega bara að ganga upp *hehe* hef reyndar fram til miðjan júlí að ákveða mig hvort þetta sé bara ársfrí frá vinnunni eða hvort ég sé hætt, er að bræða það með mér í smá tíma.
* Ég hef ekki hugmynd hvað ég ætla að gera í Danaveldi, þannig að það þýðir lítið að spyrja… er reyndar búin að fá þessa spurningu aðeins of oft síðan þessi ákvörðun var tekin Ég er bara fegnust því að ákvörðunin hefur verið tekin.
* Er búin að vera með hitavellu í dag… reyndar eru bæði Iðunn & Leifur búin að vera hálf veik núna síðustu daga þannig að mér fyndist það bara EKKERT skrítið að ég sé að verða veik. Hélt m.a. vöku fyrir Leifi mínum í nótt með hóstakjöltri og er búin að ganga fyrir verkjatöflum í dag… ekki sniðugt ég veit það… spurning hvernig morgundagurinn verður.
* held að þetta sé komið í bili… eða jú ég óska öllum prófkrökkunum mínum (Leifi, Evu, Evu, Gunnari, Sigurborgu, Robba og eflaust einhverjum fleirum) til hamingju með próflokin
og þið sem voruð að útskrifast til hamingju með það líka (Eva & Eva)
1 thought on “í fréttum er þetta helst…”
Comments are closed.