Ég og mamma fórum að sjá Mýrarljós áðan.
Er búin að heyra mjög góða dóma um leikritið en hef tamið mér að gera ekki of miklar væntingar til verka sem hafa hlotið svona mikið lof. En ég varð svo innilega ekki vonsvikin!
Við hverju má búast þegar svona snilldar lið er sett saman!? Marina Carr skrifar ekkert smá brilliant karaktera!
tekið af leikhusid.is
Hester Swane er alin upp við Kattamýri og er tengd þeim stað órjúfanlegum böndum. En nú vilja allir koma henni burt. Hún virðist vera vera dæmd til þess að vera yfirgefin; móðir hennar fór þegar hún var sjö ára, og nú ætlar barnsfaðir hennar að taka frá henni dóttur þeirra og kvænast ungri dóttur stórbóndans við mýrina. Hester er komin að ystu mörkum sársaukans. Nýtt, írskt leikrit, hlaðið dulúð og spennu, þar sem fjölmargar heillandi og skemmtilegar persónur koma við sögu. Meistaralega vel skrifað verk um óvenjulegt fólk, ást, svik og fórnir, en síðast en ekki síst um nauðsyn hvers einstaklings á því að vita hver hann er.
Kristbjörg Kjeld.. vá hvað ég elskaði að hata karakterinn hennar.. skilaði sínu hlutverki sem leiðinlega móðir/tengdamóðir/föðuramman alveg brilliant (IK ég vona strákanna vegna að þú eigir ekki eftir að halda eins ræðu *hahah*)
Siggi Sig sem gamli presturinn.. *haha* hann var ekkert smá fyndinn
Guðrún S. Gísla vá… hvað get ég sagt um hana… hún kom sínu hlutverki sem blinda kattakonan svo vel til skila.. vá.. mér fannst hún ÆÐI!!! held bara að hún sé uppáhaldið mitt!!
Halldóra Björnsdóttir var ekkert smá flott sem Hester Svan, rosalega sérstakt hlutverk.
Addi leikur mjög lítið hlutverk en gerir það vel… ok ég er hlutdræg.. Addi er bara “litli bróðir minn” verð alltaf hlutdræg þegar kemur að honum… líka þegar hann verður Ingvar Sigurðsson síns tíma *hehe*
svo allir hinir, bara flott… ég er ekkert smá ánægð að hafa drifið mig (loksins) *hóst* bara ein sýning eftir skildist mér … betra seint en aldrei ekki satt *heheh*
Takk fyrir mig Edda, Addi og aðrir meðlimir leikendahópsins!!!