já, stundum er ég það 🙂
Um daginn kom einn frændi minn í heimsókn og þá barst í tal að það hafi verið vani hjá konunni hans heitinni að senda mér (og eflaust fleirum) póstkort úr ferðalögum þeirra. Alltaf fékk ég sér póstkort með einhverjum skrípó á.. Þykir alveg ofsalega vænt um þessi kort, og í raun öll póstkort sem ég hef fengið. Allavegana ég spurði hann hvort hann ætlaði að viðhalda hefðinni þegar hann færi til Kína (hann fór ss í ferðina með Óla grís)… hann hló bara að mér og sagði mest lítið um það…
En viti menn… í póstinum í gær leyndist póstkort.. komið alla leið frá Kína *jeij*
hlakka til að sjá hvort Eva Hlín nái að senda mér eitt frá Tælandi líka
Ef einhver spyr mig hvað ég vildi fá í gjöf frá viðkomandi frá útlöndum þá er svarið einfalt… ég væri alveg sátt við það eitt að fá sent lítið póstkort með kveðju frá viðkomandi