Nú er ég búinn að vera hér á Kárahnjúkum í rúma viku. Ég er eftirlitsmaður með stíflugerð í Sauðárdal og Desjará. Hér er gott að vera, skemmtilegt fólk og gott félagslíf. Ég er búinn að haga mér eins og hálfgerður túristi, búinn að vera að rúnta um allt svæðið og skoða og taka myndir. Hér er margt að sjá. Daginn eftir að ég kom kláruðu þeir távegginn í aðalstíflunni. Hann er um 30 metra hár (12 hæða blokk). Það var samt ekkert partý.
Í gær tókst okkur þremur nýjum eftirlitsmönnum að sníkja skoðunarferð hjá honum Harald Scmith inn í Power intakið. Það er fremsti hluti gangnanna, sá hluti þeirra sem er sprengdur en ekki boraður. Við löbbuðum (óðum) rúman kílómeter inn að enda ganganna. Það var ótrúlega gaman. Svo um kvöldið var partý því Liverpool vann víst einhvern bikar. Það var mikið stuð. Annars fara flest kvöldin í pool eða pílu. Ég er grútlélegur í báðum.
Í fyrrakvöld var einn sem lýsti því yfir að hann myndi bjóða öllum frítt á mínibarinn út kvöldið ef mér tækist að vinna pílu.
kveðja
Leifur
p.s.
myndir komnar inn ámyndasvæðið hennar Dagnýjar