Ég er búin að vera að dunda mér við að skrifa inn stikkorð um mig þannig að það komi ef farið er með músarbendilinn yfir myndina af mér hérna hægramegin. Get nú reyndar ekki eignað mér öll orðin þar sem Iðunn kom með nokkur fyrir mig.. en ef þú lumar á einhverju þá endilega máttu setja það hérna í kommentakerfið og ég bæti því máske við
~~
Fór með Iðunni í gær í verslunarleiðangur fyrir bústaðarferðina.. keyptum helling af mat og drykk.. en þið þarna sem ætlið að koma með endilega ef ykkur langar í e-ð sérstakt takið það þá með Það er sumsé allt reddy fyrir helgina.. nema 1 eigum eftir að stoppa hjá henni Heiðrúnu og versla e-ð smá þar… kannski svona eins og eina rauðvínsbelju (og LS fær ekki að passa hana, that is for sure). Annars er allt að smella saman.. held reyndar að við verðum bara 4 í kvöld og restin bætist svo við á morgun… bara gaman að þessu
~~
Eins og það er gott veður hérna núna þá væri ég alveg til í að vera úti með mömmu & pabba. Ég heyrði í þeim í fyrrakvöld.. þá var pabbi reyndar alveg að leka niður því að það var víst um 90°f (sem er um 30 stig á okkar kvarða). Karl greyjið ekki alveg að venjast hitanum og búinn að rífa upp stuttbuxurnar… mamma hinsvegar hin rólegasta enn í íþróttabuxunum sem hún fór í *heh* æj þau eru fyndin.. Þau voru víst líka búin að spyrja frændur mína að því hvort Ipodinn sem mig langar í fengist upp á velli og það er víst mjög líklegt.. jeij Dagný fær hann þ.a.l. aðeins ódýrari en hún bjóst við (Sam frændi er sko í hernum og þau geta farið upp á völl að versla sem þýðir engin álagning, enginn skattur *jeij*).