Helgin var voðalega ljúf og góð..
Við vorum 4 (ég, Leifur, Iðunn & Sverrir) sem lögðum af stað upp í bústað á föstudaginn stuttu eftir vinnu… vorum komin í Munaðarnes rétt um kvöldmatarleitið og svotil strax og búið var að koma inn með allt dótið var hafist handa við að kveikja í grillinu og klessa saman hakki í hamborgara ala Sverrir.
Potturinn var næsti áfangastaður og var það alveg svakalega notalegt fram eftir kvöldi, þrátt fyrir að Snjórinn hafi látið sjá sig og verið alveg hrikalega kaldur, enda var sú tækni nýtt óspart að hafa engann líkamshluta upp úr vatninu nema hausinn.. og auðvitað smá hluta af handleggjum rétt til þess að lyfta glasi að vörum. Suðum okkur svakalega vel í pottinum þetta föstudagskvöld og sötruðum ávaxtavín frá brugghúsinu JúSös, sú staðreynd kom reyndar í ljós að það var mjög gott að skella smá snjó í það til að þynna það EN Sverrir komst að því að snjór með hárgeli væri sennilegast ekki rétta leiðin
Eftir suðuna fórum við inn og fókl byrjaði að spila og syngja eitthvað fram eftir nóttu…
Vöknuðum ótrúlega hress á laugardagsmorgun.. þorðum eiginlega ekki að láta Óla finna okkur öll í bælinu þar sem hann hafði tilkynnt okkur það að hann ætlaði sér að leggja af stað úr Reykjavikinni kl 9! humm þannig fór það reyndar ekki svo að við höfðum tíma til þess að rúlla í Borgarnes og birgja okkur upp af smá nauðsynjum sem höfðu gleymst eða klárast kvöldið áður.. já og auðvitað biðja óla um að taka með sér annan skammt af ávaxtavíni
Eitthvað misskildi Óli leiðbeiningarnar því kappinn var ANNSI lengi á leiðinni og kom síðar í ljós að ástæðan var 1 lítil röng beygja gerði ekkert til, hann fann okkur á endanum!!!
Spilin voru dregin fram og náðum við að töfra fram listamennina í okkur öllum með hinum ýmsu teikningum í Pictionary, hörku stuð í 3 rematsh! og smá liðabreytingum.
Rúmlega 7 komu svo Jökull og tvíbbarnir *jeij* þá hófust hinar ýmsu kúnstir við að fletja út brauð, búa til súkkulaðileðju, skera niður í salat, útbúa fleiri hamborgara ala Sverrir og leggja á borð.. enda enduðum við með þvílíkt veisluhlaðborð!!
Held að allir hafi náð að éta á sig gat þetta kvöld… enda þorði enginn að demba sér beint í desertinn beint eftir matinn enda skelltu flestir sér í pottinn *nice*
Ég er ekki frá því að súkkulaðiilmurinn hafi legið yfir allt Munaðarnes þegar við hófumst handa við að baka litlu syndina ljúfu… og ó já hún var sko ljúf!!!
Fljótlega eftir desertinn ákváðu tvíbbarnir & Jökullinn að rúlla aftur í bæjinn en við hin ákváðum að spila, syngja pottast, lesa, whatever skemmta okkur eitthvað fleira fram eftir kvöldi… þau alhörðustu fóru ekki í bælið fyrr en um 7 leitið á sunnudagsmorgun!!
Fólk skreið framúr á ýmsum tímum fram eftir morgni.. í misgóðu ástandi eins og skilja má bústaðurinn skrúbbaður og haldið í bæjinn… við, þau síðustu vorum komin í borgina einhverntíma milli 3 og 4
takk fyrir frábæra helgi gott fólk
verðum að endurtaka þetta fyrr en síðar
ég er búin að setja myndirnar okkar Leifs inn á myndaalbúmið mitt
og svo er hún Iðunn búin að setja sínar inn líka
~~~~
ppdeit
Jkulsmyndir eru komnar inn *jeij*