jæja..
eftir 3 kortera bið og svo auka 10 mín bið eftir að dópið færi að kicka inn á meðan doxi spjallaði við einhverja karla í símann um heyfluttninga og sveitasælu var hafist handa við að fjarlægja parta af mér..
Ég kaus reyndar að hafa augun lokuð og láta hugann reika eitthvað ALLT annað… það gekk auðvitað já misvel.
Í heildina voru fjarlægðir 7 blettir, 3 úr andlitinu, 1 af öxlinni og 3 af bringunni. Ég spurði hann út í 2 aðra en hann taldi þá ekki vera í áhættuhópi. Hvað um það… hefði eflaust verið líka meira mál að taka þá þar sem þeir eru “flatir”.
Þessi sem var á öxlinni er að gera mig bilaða núna.. deyfingin að fara úr líkamanum og hann hefur greinilega verið e-ð skrítinn þar sem ég er hel aum! kannski hefur hann bara verið búinn að skjóta rótum þarna þar sem hann þurfti að sprauta aftur til þess að deyfa meira.
Ég þarf svo að fara á miðvikudaginn til þess að láta fjarlægja saumana úr andlitinu og ca næsta mánudag þar á eftir til þess að fjarlægja hina saumana.