Við skötuhjúin fórum aftur í sumarbústað um síðustu helgi… Í þetta sinn var það með ættingjum hans í bústað í Úthlíð.
Þetta var voða kósí, meirihlutinn af familíunni mætti á svæðið ásamt viðhengjum… reyndar vantaði bara 3 af hópnum (sem er reyndar ekki stór).
Við vorum með 2 bústaði þarna til umráða og voru þeir endurnefndir eftir að fóklið mætti á svæðið… “Barnabústaðurinn” og “fullorðinsbústaðurinn”.
Eyddum reyndar megninu af laugardagskvöldinu í “fullorðinsbústaðnum” eða þar til fullorðna fólkið var farið að huga að því að fara að sofa.
Þá tók við Gítarspil, söngur og glens í “barnabústaðnum”.
Þetta er viss hefð í familíunni að fara svona upp í bústað og grilla læri ofan í mannskapinn, njóta kvöldsins og félagskaparins. Skemmtileg hefð
Á sunnudagsmorguninn var svo Fjölskylduröltið og gekk hópurinn um sumarbústaðarlandið í Úthlíð..
Setti myndirnar sem við Leifur tókum inn á myndaalbúmið mitt.