Ég fór inn í Hólm í gær… var á báðum áttum hvort ég ætti að fara eða ekki en ég er í dag ofsalega fegin því að hafa hringt í Helgu frænku og að hún hafi sagt mér að koma í Borgarnes til þess að vera samferða henni og Vífli frænda inn í Hólm.
Við vorum komin um 4 leitið og allir vöruðu mig við því hve mikið afi hefði breyst síðan ég sá hann síðast (28. mars). Það var alveg rétt.. hann hafði grennst heilan helling og var einhvernvegin miklu eldri (humm hann hefði orðið 92 ára 10.júní) en samt ekki því húðin í andlitinu á honum var svo ofsalega slétt og fín…
Ég var hjá afa þegar hann fór í faðm ömmu Helgu. Ég hef aldrei áður verið viðstödd þegar einhver yfirgefur okkur… það var skrítið, erfitt og skrítið.
Systur hennar mömmu sögðu að hann hafi loksins sleppt fyrst að tenging við mömmu væri komin þar sem hún er enn í ameríkunni… þótti ofsalega vænt um að heyra þetta en jafnframt mjög erfitt. Ég finn svo til með mömmu að hafa ekki getað verið hjá honum… en ég er nokkuð viss um það að mamma hafi verið búin að kveðja hann, mér finnst það einhvernvegin á henni.. bæði þegar ég talaði við hana í gærkveldi til þess að láta hana vita að þetta væri búið og líka þegar ég talaði við hana í dag.
Var voðalega lítil í mér í gær… og í morgun líka… fór samt í vinnuna… talaði bara við GG og lét hann vita hvernig málin stæðu, það var rosalega erfitt að halda andlitinu í dag. Var enganvegin ég sjálf og gerði uh alltof mörg aulamistök, en það gerir ekkert til.
Þetta er víst gangur lífsins…
Elsku fallega fólk, takk fyrir allar kveðjurnar og samhuginn sem þið hafið sýnt mér…
Hvíl í friði elsku afi minn…
“I´ll see you again
when it’s my time to go“
1 thought on “Gangur lífsins…”
Comments are closed.