ég er geðveikt stolt af einni ungri dömu sem kemur hingað til okkar í sjúkraþjálfun…
málið er að hún er með spastísk einkenni í fótum og á erfitt með gang nema með aðstoð göngugrindar eða hækja ( er samt ekki alveg nógu örugg á hækjunum ) og ýmis önnur vandamál.
Allavegana þessi unga dama ( 10 ára ) er svotil nýfarin að æfa sund með öðrum krökkum sem teljast fötluð allavegana núna síðastliðna helgi var mót í Malmö, Svíþjóð, alheimsmót… og viti menn haldiði að litla skvísan hafi ekki náð bronsinu í 50m bringusundi!!!!!
Til hamingju með árangurinn ANNA KRISTÍN !!