Lilja vinkona & sætasti snáðinn í bænum kíktu í heimsókn áðan *jeij* Brynjar Óli er orðinn svo stór og duglegur strákur að hann er barasta farinn að strunsa út um allt!!! Lilja er farin að þurfa að hlaupa á eftir honum *heheh* Ég var að láta hana fá scrapp albúmið sem mamma og pabbi keyptu fyrir hana í ameríkunni… voða sátt við það, hún er samt alltaf að tauta um það að ég sé algerlega búin að sleppa mér og eigi allt of mikið… æ dónt fatt this!! hvað með það þótt ég hafi endað með að panta 5 mismunandi gatara þegar ég pantaði Silent Setterinn ha? *englabros* held ég eigi núna ca 10 stk *heheh* ég veit ég veit… en það versta er að mig langar í svo miklu miklu fleiri!!!!
held að þegar við LS förum í draumaferðalagið okkar þá verði mér ekki hleypt inn í föndurbúðir… eða mig grunar það allavegana *Heheh*
Annars þá skilst mér að LS sé algerlega búinn að plana þá ferð… eða allavegana hve lengi við verðum og hvað marga daga við höfum til þess að gera þetta eða hitt… hann er fyndinn.. yndislegur og fyndinn.
Ég er reyndar voðalega lítið búin að prufa það föndurdót sem ég fékk frá foreldrunum, reyndar er ég voðalega lítið búin að gera við það dót sem ég fékk eftir ferðina. Ég er jú búin að setja slatta af lögum inn á Ipodinn og smá af myndum. Fékk helling af myndum frá Shavawn og Steve, Steve var semsagt að dunda sér við að setja myndir inn á Ipodinn. Hann setti m.a. myndir úr brúðkaupinu þeirra.. vá hvað Shavawn var í fallegum kjól, sýnir það alveg að stelpur sem eru ekki vaxnar eins og súpermódel geta alveg fengið fallega kjóla *glott* Þarna leyndust líka slatti af myndum af Logan (syni þeirra) fyrstu tvö árin hans (hann varð 2 ára á sumardaginn fyrsta).