Þannig er mál með vexti að vinkona mín kom hérna í meðferð síðastliðið sumar, greiddi ekki fyrir tímana á meðan meðferð stóð þannig að eins og eðlilegt er þá fékk hún sendan reikning í haust…
Ég gaf henni aðeins of mikinn séns sennilegast því að ég sendi henni ekki áminningu fyrr en núna í lok janúar, byrjun febrúar með frestun til þess að borga reikninginn til 5. mars.
Núna er 5. mars kominn og farinn, ekki barst greiðsla inn á reikninginn í hennar nafni og núna er ég komin með massíft samviskubit (tek svona drasl alltof mikið inn á mig, ég veit það). En ég veit það vel að það er ekki mér að kenna að gellan borgar ekki reikninginn sinn.. en hvað er málið ? þetta er NB reikningur sem nær ekki einusinni 5 þúsund krónum!
Er það virkilega þess virði að senda reikning sem ekki nær 5 þúsund krónum í innheimtu ?
Er það virkilega þess virði að lenda í innheimtu fyrir svona lítilli upphæð ?
Æj mér líður bara illa út af þessu… Finnst sem ég sé að bregðast vinnunni eilítið með þessu, en á móti kemur að það er auðvitað ekki mér að kenna að þessi vinkona mín stendur ekki í skilum… það er ekki heldur mér að kenna að reikningarnir eru sendir í innheimtu, er auðvitað bara að vinna mína vinnu með fyrirskipunum frá þeim sem eru yfir mér. Líður samt illa út af þessu, gengur ekki upp…
*frat*