Við skötuhjúin fórum í 100ára afmælisveislu til Þorgeirs sjúkraþjálfara og tvíbbans hans í gærkveldi. Fínasta veisla.. leigðu efrihæð Iðnó og voru með svona “fingerfood” og svo rautt, hvítt, Engiferöl eða vatn í drykkjarföng… ég ákvað að fá mér rauðvín og ó hvað ég sá eftir því þegar kvöldið var farið að líða.
Nei ég varð ekki drukkin af fríu víni… eða jú ég varð hífuð en það er aukaatriði… ein af þjónunum sem voru að vinna þarna var að labba um og fylla í glösin hjá fólki… svo kom hún til mín og var að hella í glasið mitt, ekkert mál með það en haldiði ekki að það labbi einn af gestunum á hana þannig að úpps það fer stór sletta af rauðvíni yfir fína fína LJÓSA flauelispilsið mitt *grát* ég varð ekkert smá fúl en samt reyndi að gera mitt besta að láta það ekki í ljós, enda var þetta bara slys. Stelpan dró mig beint inn á “barinn” og byrjaði að setja á blettina sódavatn til þess að deyfa þá… gekk svona ágætlega.. svo drifum við okkur bara heim og henntum pilsinu beint í þvottavélina… ákvað svo að bíða og sjá hvort Vanish myndi redda málunum… hoppaði bara í buxur í staðinn og við fórum svo aftur í afmælið. Múttakrútta tók pilsið úr vélinni fyrir mig í gærkveldi og gaf mér skýrslu þegar pilsið kom úr vélinni… bletturinn hafði jú dofnað en var enn til staðar.. *urg*
Ákvað að gera 1 litla tilraun til viðbótar í dag. Eyddi semsagt deginum í að drullumalla með Vanish og bar á blettinn og lét liggja í einhvern tíma og hennti svo aftur í þvottavélina… og ég sé ekki betur en að bletturinn sé horfinn *krossafingurogbankaívið7-9-13* ef ekki þá ætla ég að fara með það til hennar Halldóru hérna niðrí Drífu og ath hvað hún segjir, blettasnillingurinn sjálfur og auðvitað sagði stelpan niðrí Iðnó mér að ég ætti að mæta með reikninginn fyrir hreinsuninni… hmm kannski ættum við mútta að búa til greiðslukvittun og fara með niðrí Iðnó ef þessi tilraunastarfsemi okkar virkar *hehe* Nei vá ég gæti það ekki.. hefði ekki samviskuna í það því að stelpu greyjið var svo miður sín. Reyndar var maðurinn það líka.. húmorinn er reyndar sá að þetta var pabbi hans Gumma “litla”
Annars þá græt ég pilsið all svakalega. Þó svo að þetta hafi langt í frá verið dýrt pils þá fannst mér það bara helv. flott og það er nýtt! Ég keypti það á Oxford Street fann það í einhverjum útsölurekka í HM *híhí*