Ýmiss konar hráefni önnur en mjólk hafa verið notuð til ísgerðar s.s. sojamjólk, ólívuolía og jafnvel ostur. En fáir hafa líklega smakkað ís sem búinn er til úr fiski. Í Kaesara-bakaríinu á Taílandi er hægt að kaupa ís sem þar sem 40% innihaldsins er fiskur en það finnst ekki á lyktinni, af bragðinu né áferðinni. Litlar fiskitægjurnar gætu allt eins verið kókósmjöl.
Svonefndir snákahöfuðsfiskar, sem lifa í ferskvatni, eru afar vinsæll matur á borðum í Singburi-héraði. Bakaríið hyggst auka framboð sitt af matvælum sem unnum eru úr þessum vinsæla fiski. Má þar nefna fiskikökur og smjördeigskökur fylltar djúpsteiktum beinum úr snákahöfuðsfiski. mbl.is
OJ