Án gríns þá er netið alveg ofboðslega sniðugt batterí
Ég er búin að komast að því að ég get séð ýmsa íslenskasjónvarpsþætti á netinu sem ég hef hreinlega misst af á s1 og t.d. “Allt í drasli” þættina.
Skjár einn er nefnilega kominn með veftíví þannig að hægt er að horfa á upptökur af ýmsum þáttum eða beina útsendingu ef það á við.. ferlega sniðugt…
Er búin að heyra talað alveg ofsalega mikið um þessa Allt í drasli þætti.. fólk að kúgast yfir þeim og svona… en aldrei séð einn slíkann… er að fylgjast með einum núna eða hlusta á hann þar sem það er bókstaflega ekkert að gera hjá mér *heh* gaman að því svona stundum… þvílíki viðbjóðurinn!!!!!! vá hvernig er hægt að lifa í svona miklu rusli ?!
*úffpúff*
Svo þar sem ég missti af þættinum hans Grísla í fyrradag og líka í gær þá missti ég af Eurovisionlaginu okkar í ár… datt þ.a.l. alveg út úr þeirri umræðu á kaffihúsinu á laugardagskvöldið *heh*
EN ég fann þetta auðvitað á netinu myndbandið fann ég þökk sé Emmu