eins og Ástaraldin er hrikalega óaðlaðandi og ljótur ávöxtur er hann bara jummy á bragðið… eða mér finnst það amk
Er komin með hálfgert æði fyrir honum þessa dagana… þökk sé Ingu tengdó, hún var nefnilega með ástaraldin með ís í desert e-n tíma um daginn og ég er búin að vera á leiðinni að kaupa svona síðan þá baaaaaaaara til þess að prufa að setja út í skyrdrykk.. og vá það er bara snilld… eða mér finnst það
Steinarnir maukast nefnilega svo fínt að maður tekur varla eftir þeim *smjatt* það versta er bara að kílóaverðið á þessu hérna niðrí Nóa er 999kr.. á eftir að ath úti í Hagkaup, gat nefnilega ekki séð að þetta væri til úti í Krónu áðan… sem ég er reyndar ekkert hissa á… á heldur ekki von á því að þetta sé til út í bónus heldur.
Aníhú, passionfruit, jarðaberjaskyr & appelsínu brassi.. bara annsi nett!!! *sleikjútum*