ég þoli það ekki hvernig ég gef sjálfri mér heimild til þess að hlutir/atriði sem ákveðnir aðilar gera/segja fara í taugarnar á mér… þetta eru aðilar sem ég þarf að umbera.
Fólk sem er tengt mér á einn eða annan hátt fjölskylduböndum sem og vinnuböndum og ég ræð hreinlega ekkert við það hvort ég hitti viðkomandi eða þurfi að umgangast hann…
Þetta gerir mig ofboðslega leiðinlega í skapinu og ég veit alveg af því… Sumir einstaklingar ná að fara alveg innst inn í mínar fínustu taugar en ég veit það jafnframt að það er ekkert við þessu að gera og ég þurfi bara að læra að umbera þetta fólk. Ég veit þetta alveg, afhverju get ég ekki farið eftir þessu ?
Ég vil ekki taka nein dæmi hérna um það hvað þetta fólk er að gera enda vil ég ekkert frekar að það viti af þessu… enda bitnar þessi skapvonska mín sjaldnast á þeim heldur fólkinu sem ég “röfla” yfir því í.
æji ég sjálf er að fara í taugarnar á mér þessa stundina meira heldur en nokkur þessara einstaklinga gerir.
~~~~
Innsk.
ætli það sé ekki best að taka það fram að það er vinnutengt sem er að fá mig til þess að hvæsa
so no vörrís Urður mín