Það er svolítið skrítin tilhugsun að annállinn í fyrra hafi ekki verið ritaður… Þó var ágætis ástæða fyrir því enda lokapróf hjá Dagnýju og svo skyndileg veikindi Magga pabba/afa sem lituðu annsi mikið desembermánuð, allt fór þó vel og fengum við hann heim á gamlársdag. En ætlunin er nú ekki að fara yfir árið 2020 heldur 2021 😉
Janúar
Skólar hófust á ný hjá 80% fjölskyldunnar… enda bara Leifur sem er ekki í skóla þessa mánuðina 😉
Krakkarnir fengu að halda áfram að synda og eru alsæl að komast á æfingar og Oliver í undirbúningi fyrir ferminguna í vor.
Gréta litla var skírð í Dómkirkjunni í lok janúar og var Dagný skírnarvottur ásamt Þórhildi systur Tobba.
Febrúar
Oliver tók þátt í RIG (Reykjavík International Games) við frekar skrítnar aðstæður enda allir með grímu og enginn á bakkanum nema þjálfarar og dómarar. Dagný skellti sér í vinnu á mótinu til þess að geta fylgst aðeins með kappanum á staðnum.
Við nýttum fallega vetrarveðrið í göngutúra meðal annars umhverfis gaddfreðnið Hvaleyrarvatn.
Fengum dásamlega vini í skemmtilegt matarboð þar sem við eyddum góðum tíma saman í að útbúa ýmsar kryddblöndur og marineringar fyrir kjúkling, nautakjöt og grænmetisrétti á indverskanmáta.
Fermingarundirbúningur fór á fullt enda leit allt út fyrir léttingar á höftum vegna Covid og að hægt væri að halda veislu með pompi og prakt.
Dagný fékk u.þ.b. 5 mín fyrirvara á að mæta í fyrri bólusetningu vegna C19.
Mars
Loksins sundmót hjá Ásu líka og þau systkinin syntu á 2 mótum í mars með ágætis árangri og Oliver hóf að raða inn lágmörkum fyrir AMÍ á Akureyri í sumar.
Oliver fór í fermingarfræðsluferð í Vatnaskóg sem hefði reyndar átt að vera í haust en náðist núna!
Sigurborg Ásta fékk að fara með Unni Hildi vinkonu sinni í sveitina undir Eyjafjöllum og sveif um á bleiku skýji við heimkomuna, fékk sko að sinna kúnum, ná í egg í hænsnakofann og keyra í traktor!
Eldgos hófst í Geldingadölum við Fagradalsfjall og dreif Leifur sig af stað í annsi langa göngu stuttu eftir að byrjaði að gjósa ásamt Gunnari, Evu, Jökli og nokkrum fleiri göngugörpum. Við fjölskyldan skelltum okkur svo öll nokkru síðar en þá var búið að stika leið og setja reipi sem fólk gat stutt sig við ef það vildi. Í heildina fór Leifur 7 sinnum að gosstöðvunum á meðan gosið var virkt.
Korter í fermingu var skellt á mjög svo hörðu samkomubanni og var fermingarveislunni snarlega blásið af en Oliver kaus að halda í fermingardaginn sjálfann og var hann fermdur í Seljakirkju af sr Ólafi Jóhanni þann 28.mars (afmælisdagur Magga afa) ásamt 1 öðru fermingarbarni í þeirri athöfn, því fengu bæði ömmu og afasettin að vera viðstödd ferminguna en við fréttum af annsi mörgum öðrum við tölvu/sjónvarpsskjái að fylgjast með athöfninni í streymi sem okkur þótti öllum vænt um. Við fengum svo ömmur og afa í kaffi eftir athöfnina og föðursystkinin og frændsystkinin kíktu í dyragættina til þess að heilsa upp á fermingardrenginn.
Við hittum svo Lárus/Lalla ljósmyndara í myndatöku nokkrum dögum síðar skv plani í skítakulda í Laugardalnum og fengum margar flottar myndir út úr því.
Apríl
Leifur og Ása skelltu sér aftur upp að gosi en nú með Ingu m/ömmu og Skúla pabba/afa, Sigurborgu & Tobba, Ingibjörgu, Gunnari, Birki Loga og Elínu frænku þeirra. Jón og Gréta voru í góðu yfirlæti hjá okkur hinum sem eftir voru í K48 😉
Páskar með tilheyrandi súkkulaðiáti og öðru ofáti. Páskaeggjaleit í minihópum í hjá Ömmu og afa í Sólheimum.
Sigurborg Ásta kíkti aftur í sveitina með Unni Hildi og var ekki minna glöð við heimkomuna en eftir fyrriferðina.
Oliver fékk tilkynningu frá Sundsambandinu að hann hefði verið valinn í framtíðarhóp sundsambandsins en hann þarf svo að vinna í því að halda sætinu þar með áframhaldandi framförum.
Leifur byrjaði að fara aftur á Búðarháls í lok mánaðarsins.
Maí
Oliver fagnaði 14 ára afmælinu í byrjun maí og var harðákveðinn í að Wellington steik yrði máltíð dagsins og að hann myndi sjá um hana að mestu.
Dagný fylgdi Björgu ömmusystur sinni síðasta spölinn í Ólafsvík um miðjan mánuðinn.
Sigurborg Ásta fór aftur með Unni Hildi í sveitina góðu, alsæl.
Sundmót fóru aftur af stað eftir höftin sem sett voru á í lok mars og Oliver tók þátt í framtíðarhópsdeginum.
Við mættum í Birtingaholtið og stungum upp kartöflugarðinn, ákváðum svo að trjágróðurinn og annar gróður væri orðinn annsi frekur á pláss í jarðveginum og leigupöntun á jarðvegstætara var lögð inn á þá stað sem leigja þá út.
Dagný kláraði lokaprófin í Heilbrigðisgagnafræðinni og útskrifast í haust eftir starfsnám á LSH.
Fjölskyldan fór aftur upp að gosi og skelltu feðgarnir sér svo aftur nokkru síðar og þá að kvöldi til til þess að sjá flæðandi hraunfossinn.
Júní
Í lok skólaársins bauð Ása á uppsetningu skólakórsins á Bláa Hnettinum sem var mjög skemmtilegt.
Oliver kláraði 8.bekk, Ása Júlía 6. bekk og Sigurborg Ásta 2.bekk í Seljaskóla.
Náðum loksins að ganga frá kartöflugarðinum í Birtingaholti fyrripart júní þannig að hægt væri að setja niður og krossa svo fingur að sumarið yrði gjöfult.
Mánuðurinn einkenndist svolítið af ferðalögum tengdum Sundinu en Ása og Olli kepptu bæði upp á Akranesi í sundi á Akranesleikunum og svo Oliver á Akureyri á AMÍ.
Krakkarnir fóru með Garðari frænda í óformlegan 17.júní bíltúr með Krúser í hádeginu og enduðu svo í Birtingaholtinu.
Linda frænka og Sam (JR) komu til landsins 17júní og fóru amma og afi í Birtingaholti í sóttkví með þeim á meðan þau biðu eftir svörum úr landamæraskimuninni en þau voru öll laus rúmlega 1 og passaði það vel við fyrri plön okkar um að heilsa upp á þau áður en við færum í göngu að hraunjaðrinum, endaði reyndar með því að Sam kom með okkur í þá göngu! Skemmtilegt að ná því!
Við tókum líka ákvörðun með frekar stuttum fyrirvara að blása til fermingarveislu fyrir Olla 20.júní, Dásamlegur dagur með okkar nánasta ættingja og vinahópi.
Dagný prufaði að brugga barbapabbadjús sem vakti mikla lukku meðal stelpnanna, en það er sænsk uppskrift að rabarbarasaft sem hægt er svo að blanda með vatni eða sodavatni.
Við ákváðum að framlengja aðeins fríinu á Akureyri í kringum AMÍ og fór fjölskyldan (að Olla undanskildum) aðeins fyrr Norður og elti hann svo með hinum Ægiskrökkunum stuttu síðar. Norður og elti hann svo með hinum Ægiskrökkunum stuttu síðar. Þetta voru dásamlegir dagar, Olli stóð sig með prýði á mótinu, við hin nutum veðurblíðunnar og skoðuðum okkur um á Akureyri , hittum Lindu, Sam, Steina, Ástu, Helgu Björgu og Inga á tjaldsvæðinu á Ak og heimsóttum Önnu Guðnýju (hans Olla frænda). Brunuðum yfir á Austfirði eftir mótið og lentum þar í algjörri hitabylgju, yndislegir dagar sem urðu fleiri en upphaflega var ætlað. Ýmsar skyndiákvarðanir á heimleiðinni sem fólu meðal annars í sér göngu niður að flugvélarflakinu á Sólheimasandi.
Júlí
Leifur og Olli skelltu upp stillansi úti á palli til þess að losa um hreiður í þakskegginu þegar ungarnir sem voru þar í vor voru pottþétt farnir.
Dagný og Sigurborg Ásta fóru í miðbæjarferð með Sirrý og Halldóri Hrafni þar sem Sigurborg upplifði sig svo stóra og sá hún um að passa hann þar sem og í fermingarveislunni hennar Sóleyjar Svönu stuttu síðar.
Við skelltum okkur í útilegu í Hólaskjól, hellings rok fyrstu nóttina en svo þvílík veðurblíða og yndislegt landsvæði sem við skoðuðum í nágrenninu en við gengum inn Eldgjánna sem var alveg dásamlegt.
Ása Júlía skellti sér í vindáshlíð í viku með Ástu Margréti, komu þær aðeins ínartaðar eftir lúsmý en í skýjunum með dvölina og ætla sér að fara aftur og að ári og búnar að selja vinkonuhópnum að fara helst allar saman næsta sumar. Sigurborg Ásta fór á Reiðnámskeið í Faxabóli og Oliver tók að sér að aðstoða í Sundskóla Ægis í Breiðholtslauginni, en hann tók líka að sér að vinna í garðinum í Birtingaholti en veðrið stoppaði aðeins framkvæmdagleðina þar.
Ágúst
Við fórum í útilegu með systkinum Leifs og afkomendum í Þakgil um Verslunarmannahelgina. Frábærir dagar þar og ekki skemmdi það að SVIK kíktu í bíltúr (frekar langan) til okkar á laugardeginum og borðuðu með okkur.
Ákvarðanir voru teknar með framkvæmdir á baðherbergjunum og pöntuðum við flísar ofl á baðherbergin há Álfaborg… spennandi tímar framundan.
Dagný og Ása fögnuðu afmælum, náðum við að halda litla örveislu fyrir Ásu og líka vinkonu afmæli hérna heima.
Fórum líka í smá foreldrafrí í sumarbústað með Iðunni og Sverri – alltaf góðir tímar í Geðbót.
Um miðjan ágúst byrjaði Dagný í starfsnámi á LSH sem loka hluti af sínu námi í Heilbrigðisgagnafræðinni.
Leifur og krakkarnir fóru í Hólminn ásamt öðrum Tangagötu afkomendum í tilefni af 100 ára afmæli Víkings, fengu heilt gistiheimili fyrir hópinn og nutu þess að eiga helgina saman.
Skólinn byrjaði á ný og allir spenntir að komast aftur í rútínu, Ása og Olli byrjuðu í sundinu um miðjan mánuðinn og njóta sín í botn.
September
Sigurborg Ásta byrjaði aftur í sundinu, er nú orðin 3ja stigs Bleikja.
Oliver var aftur valinn í framtíðarhóp og var nú heila helgi í æfingarbúðum með hópnum. Við hin fórum þá helgi upp á Búðarháls með Leifi og skelltum okkur í berjamó! fengum fullt af djúsí berjum mest þó krækiberjum.
Baðherbergispöntunin kom aðeins fyrr en við bjuggumst við og fórum við á fullt að rífa út úr stóra baðherberginu, eða aðalega feðgarnir.
Árshátíðarferð Hnit var farin akkúrat helgina sem Dagný kláraði starfsnámið þannig að við höfðum tvennu að fagna þar – ekki leiðinlegt að fagna með siglingu um Viðeyjarsund.
Október
Baðherbergisframkvæmdir í fullufjöri, Ása Júlía hjálpaði pabba sínum að flota aðalgólfrýmið og svo varð allt stopp. eða svona næstum því, minni skref sem við sjáum en mjakast hægt og rólega áfram, erum amk með sturtu í baðinu þar sem við ákváðum að geyma að rífa baðkarið út þar til búið væri að flísaleggja sturtuna 🙂
Skelltum okkur á hrekkjavökudjazztónleika í Hörpu, krakkarnir fóru í nokkur hrekkjavökupartý og allt eins og það á að vera.
Líklegast er samt toppurinn í október hjá Oliver enda nýtti hann vetrarfríið í að fara með ömmu sinni og afa ásamt Hrafni Inga í langþráðafermingarferð sem amman og afin gáfu strákunum í fermingargjafir. Miðað við frásagnir þeirra eftir ferðina þá var þetta all svakalega vel heppnuð ferð og þau öll 4 í skýjunum með hana.
Fast á eftir því er útskrift Dagnýjar úr Heilbrigðisgagnafræðinni.
Nóvember
Nóvembermánuður var mánuður hátíðarhalda enda fögnuðu Inga amma og Skúli afi 50 ára hjónabandi með öllum afkomendum sínum á Sjálandi, Gréta fagnaði fyrsta afmælinu, Sigurborg Ásta varð 8 ára og Gunnar bróðir fertugur.
Nóg að gerast!
Einnig tókum við eftir því að Oliver er búinn að taka fram úr mömmu sinni í hæð! enda kíkti hann til hennar í vinnuna einn daginn og var það sannreynt að hann er kominn 2 cm fram úr henni.
Oliver tók þátt í fyrsta ÍM mótinu sínu en í haust var hann búinn að ná 4 lágmörkum fyrir ÍM25 – þar af bæði í 1500m skrið og 800m ásamt 200 og 400m skrið, stóð sig með ágætum í öllum greinunum og bætti tíma sem voru einungis mánaðargamlir talsvert.
Fjölskyldan fór ásamt flestum í Kaldalhópnum (8 ára og eldri) á Harry Potter og sinfó í Hörpunni.
Maggi afi gaf sundkrökkunum nokkur hundruð jólasveina til þess að selja í fjáröflun og þei slóu heldur betur í gegn.
Desember
“Blessuð” veiran fór að blása á ný og hafði ýmislegt af okkur í desember en við gerðum samt nokkuð gott úr því, náðum að fara með Sigurborgu Ástu á Láru og Ljónsa leikritið í Þjóðleikhúsinu og með Kaldalkrökkunum í Jólaskóginn. Stór fjölskyldan nýtti hvert tækifæri til þess að hittast, með eða án hraðprófa, laufabrauð, purusteik, spil og skautar með Kaldalhópnum,
Við hjónin áttum okkar eigin litlujól í byrjun mánaðar með vinafólki þar sem við skelltum okkur á Baggalútstónleika og pöntuðum svo dásamlegan mat heim af Tapasbarnum – Yndislegt!
Aðfangadagur var hér heima í Kambaseli ásamt foreldrum Dagnýjar, Hamborgarhryggur, pakkar, Tangagötuís, kertaljós og kósí alveg eins og við viljum hafa það.
Við sprengdum svo áramótin upp með góðum nágrönnum á miðnætti.
Gleðilegt ár með þökk fyrir allt gamalt og gott
