Vá hvað gærdagurinn var e-ð asnalegur…
Það var hellingur að gera í vinnunni… mest reyndar að gera það sem ég stend mig verst í, að skrifa “hótunarbréf” eða sko finna til reikninga sem fólk hefur verið að trassa að borga og skrifa þeim voðalega fallegt lítið bréf og benda þeim á það að ef þeir geri þetta ekki upp innan X tíma þá sendi ég honum Davíð vini mínum sem er lögfræðingur málið og já þá hækkar reikningurinn bara pínu ponsu lítið *hóst* oft er nú betra að borga þessa skitnu þúsundkalla áður en þeir fara til lögfræðingana ekki satt… enda margfaldast þeir upp í tugi þúsunda stundum…
Aníhú, eftir vinnu fór ég í snatterí… voðavoða gaman að komast að því að hlutir sem að maður bjóst við því að myndi kosta slatta kostar bara smotterí :o) Ljósadóterí í bílinn minn svo að ég fái nú ekki 3ja árið í röð skammir frá köppunum sem gefa mér nýjan fallegan miða á hverju ári á númeraplötuna mína :o) hvað þá að fatta að maður er að versla ósköp venjuleg handklæði fyrir 26ÞÚSUND!!!! að vísu vinnutengt en samt hellings peningur fyrir handklæði!