Ég elska að horfa út um gluggann á stigapallinum hjá mömmu og pabba… óhætt að segja að maður sjái eitthvað nýtt í hvert sinn þó garðurinn sé “alltaf eins”.
Pabbi er duglegur að nýta greinarnar sem falla til þegar tréin eru snyrt í tálgið sitt, þau rækta kartöflur á hverju sumri og í garðinum eru runnar sem fyllast af berjum á hverju ári. Garðurinn er gjöfull á fleira en minningar – finnst svo skrítið samt að hugsa til þess að í huga æskuvinar míns hafi þessi garður verið einskonar útópía þar sem hann sá fyrir sér að lífið væri öðruvísi en annarsstaðar – kannski er það bara afþví að fyrir mér er þessi garður bara normið heima hjá mömmu og pabba í mínum huga, líka skrítið að átta sig á hversu misjafnt fjölskyldulífið er og hversu blindur maður er á muninn. Vonandi hefur það breyst á þeim rúmlega 30 árum sem liðin eru frá því að við vorum börn að leika okkur með kubba í útópíugarðinum á Framnesveginum.