Elska þennan bæ, þarf að vera duglegri að heimsækja hann ♡ Ekki bara á erfiðum dögum sem þessum ♡♡
Ég fylgdi Björgu frænku síðasta spölinn í dag, ekki það auðveldasta þar sem hún var mér sem auka amma enda átti hún í öllum barnabörnum systur sinnar, Helgu ömmu minnar.
Falleg athöfn í Ólafsvíkurkirkju sem var samt svo skrítin eitthvað enda í takt við allar sóttvarnarreglur, grímuskylda og skráning. Mikið er ég samt glöð að hafa getað fylgt henni.
Þeim fækkar stöðugt ættingjum mínum sem búa í þessu fallega bæjarstæði, ekki bara eftir því sem eldra fólkið kveður okkur heldur leitar það yngra nær borginni og því hafa heimsóknir orðið stopulli – þarf samt að gera eitthvað í því. Lofa krökkunum að kynnast bænum enda rætur mömmu þar líkt og rætur tengdapabba liggja í Hólminn.