Við æskuvinkonurnar 3 (þ.e. við þrjár sem höfum hangslað saman síðan við vorum 10 ára, Ég, Eva & Lilja) hittumst í gærkveldi og splæstum á okkur pitzu, kók og slatta af slúðri. Mjög notaleg kvöldstund sem við áttum þar til Eva fékk símtal frá fólkinu sínu og þurfti að fara.
Samhryggist þér Eva mín.
Við Lilja héldum áfram að slúðra og uppfæra hinar ýmsu fréttir sem við áttum til af hvor annarri og fólkinu í kringum okkur. Ákváðum að kíkja á mynd sem þær systurnar eiga, Notebook, rosalega átakanleg mynd… skrítið líka svona að sjá hvernig þessi ljótiljóti sjúkdómur sem nefnist Alzheimer fer með fólk.
Föðuramma mín var með svo mörg einkenni hans en læknarnir vildu enganvegin samþykkja það að hún væri með Alzheimer. Móðuramma Leifs dó úr þessum ömurlega sjúkdómi og bara í gærkveldi fékk amma hennar Evu lausn frá honum.
Maður verður eitthvað svo meðvitaður um svo margt þegar maður fær svona fréttir eða talar um svona sjúkdóma. Það þekkja allir einhvern sem hefur gengið í gegnum það að vera aðstandandi eða hafa verið aðstandendur sjálfir.
allavegana stelpur, takk fyrir yndislegt kvöld… verðum að fara í það að hittast oftar!
p.s. það eru nokkrar myndir af Brynjari Óla inni á myndasíðunni minni undir 2005