Í garðinum hjá Ástu frænku í Texas óx pekanhnetutré. Veit ekki hvort það er þar enn <3
Ásta kom iðulega heim með stóra ziplock poka fulla af kjarnhreinsuðum pekanhnetum og ég náði mér í smá skammt í frystinn hjá mömmu fyrir einhverju síðan. En eftir að Ásta frænka dó þá hef ég einhvernvegin varla týmt því að nota þessar hnetur… finnst þær á einhvern hátt dýrmætari en þær sem keyptar eru í búð.
Kannski er það vegna þess að við Ásta áttum skemmtilegan vin sem bjó í tréinu hennar, hann heimsótti okkur reglulega á eldhúsgluggann þegar ég bjó hjá þeim Sam ’99. Lítill sætur íkorni sem kom og tékkaði á okkur oft með bút af hnetuskel.