Ég elska að fletta í gegnum gamlar myndir… well allavegana þar sem ég þekki fólkið *heh* eða hef einhvern með mér til þess að segja mér til um hvað eða hver er á myndunum.
Pabbi er búinn að vera dáldið duglegur að skanna inn myndir fyrir ættarmótið sem verður einmitt um (þar)næstu helgi. Skilst að það eigi að setja svona slides dót í gang á einn vegginn.. það er dáldið sniðugt. Fann m.a. eina mynd í þessu safni hans af húsinu okkar, enda er þetta hús búið að vera í fjölskyldunni síðan 1912, þar sem sýnt er hvernig húsið var fyrir smá breytingar sem orðið hafa. Reyndar hafa þær allar orðið fyrir mína tíð en samt gaman að sjá hvernig andlit hússins breytist með svona smá breytingum.
Ég stalst í nokkrar myndanna sem hann er búinn að vera að gera og setti í sér albúm hjá mér… dáldið fyndið að sjá að flestar af þessum gömlu gömlu myndum sem eru í lit koma ekki til fyrr en rétt fyrir mína tíð, ’77 eða einhverntíma í kringum það. T.d. eru allar smábarnamyndir í lit af mér *hóst* enda er ég líka algert örverpi, Hrönnsla frænka er næst mér í aldri og er fædd ’71.